Ólafur Geir Jónsson, eða Óli Geir líkt og flestir þekkja hann, hefur sett einbýlishúsið sitt í Reykjanesbæ á sölu. Húsið sem er afar glæsilegt er staðsett í Ásahverfi og er 208 fermetrar. Óli setur 63 milljónir króna á eignina sem er fimm herbergja og með 40 fermetra bílskúr.
Það er Vísir.is sem greinir frá þessu en myndir af eigninni má sjá hér að neðan. Í lýsingu á húsinu á fasteignavefnum Eignasala.is er ítarlega farið yfir eignina.
„Anddyri með góðum fataskápum og innréttingu. Flísalagt. Stórt alrými flísalagt. Stórt eldhús með sérsmíðuðum hvítum innréttingum og borðplötur spónlagðar. Lítið gestasalerni. Baðherbergi með baðkari og sturtuklefa. Flísar á gólfum og veggjum. Stórt hjónaherbergi, með stóru fataherbergi inn af. Harðparket á gólfum. Tvö góð herbergi með harðparketi. Þvottahús með góðum innréttingum og flísum á gólfum,“ segir í umsögn á vefnum.