fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Ragga nagli – „Ef þú heldur þig við mataræðið dag eftir dag þá muntu sjá árangur“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. september 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um að hver og eigi að velja sér mataræði sem hentar viðkomandi.

Föstur. Ketó. LKL. Atkins. Paleó. Danski.

Nú makar megrunarbransinn krókinn á örvæntingu og vonleysi þeirra sem vilja losna við sumarvömbina.

Maríneruð svínarif í útilegunum, óteljandi Apperól spritza í útlandinu og piparhúðaðar lakkrísreimar í rigningardeprimeringu.

Leifar af sumrinu liggja á samviskunni og buxnastrengnum.

Naglinn er ekki lobbýisti neinnar stefnu í mataræði.
Naglinn er heldur ekki andófsmaður neinnar stefnu.

Það sem þú getur haldið þig við til langtíma er það sem virkar.

Naglinn er hinsvegar andófsmaður blekkinga og öfga.

Þegar fólk myndi frekar ganga á kolum en að borða kolvetni af því þau séu spikmyndandi.
Þegar smjörkaffi eða einungis blóðug nautasteik eiga að opna hliðið að lýsisleka.

Það er ekkert magískt fitutap við að borða einungis prótín og fitu.
Það er ekkert magískt við að borða einungis innan ákveðins tímaramma.
Það er engin dulúð í að borða eins og hellisbúi

Eina sem stuðlar að fitutapi er að vera í hitaeiningaþurrð.
Að borða minna en líkaminn brennir.
Ef þú borðar meira en líkaminn brennir þá bætirðu á þig þyngd.

Þegar þú velur mataræði hafðu í huga bragðlaukana, matarsmekk, vinnutímann, lífsstílinn og fjölskylduaðstæður.

Ef mataræðið passar inn í lífið og þú hlakkar til máltíðanna þá muntu halda þig við það mataræði til langtíma.
Ef þú heldur þig við mataræðið dag eftir dag þá muntu sjá árangur.

Sama hvaða nafni það nefnist.

Facebooksíða Röggu nagla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum