fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Hin hliðin á Bigga löggu – „Það hefur verið týnt tímabil í lífi mínu. Mjög týnt. Ég iðrast“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 23. september 2018 21:30

Birgir Örn Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum fyrir ákveðnar skoðanir sínar, bæði hvað varðar löggæsluna í landinu, sem og aðra þjóðfélagsumræðu. Biggi gaf sér tíma á frívaktinni til að sýna lesendum DV á sér hina hliðina.

Ef þú þyrftir að eyða einni milljón á klukkutíma, í hvaða verslun færir þú?
Ég held að Elko kæmi sér vel. Gæti auðveldlega rölt þar um í klukkutíma og náð upp í millu.

Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að hafa haldið upp á?
Sem unglingur hélt ég í skamma stund upp á þýsku þungarokkshljómsveitina Helloween. Þeir eiga bara slæm lög. Það hefur verið týnt tímabil í lífi mínu. Mjög týnt. Ég iðrast.

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
Schindler’s List. Án gríns. Eina myndin sem ég hef farið þrisvar sinnum á í bíó.

Sex ára barn spyr þig hvort jólasveinninn sé til. Hvernig svarar þú?
Ehh, já!

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
Þú varst ekki maður með mönnum nema þú ættir Millet-úlpu. Það voru til bleikar, rauðar og bláar. Ég átti bláa.

Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
Fóstbræðrum. Tímamótaklassík sem breytti íslenskum húmor.

Borðar þú mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
Ekki séns. Hef heyrt að það sé bráðdrepandi.

Hvað ætti ævisagan þín að heita?
„Það er bara þannig.“

Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta?
Að reykja.

Hverju laugstu síðast?
Að mér þætti erfitt að hætta að reykja. Hef aldrei reykt.

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma?
Held að internetið skori nokkuð hátt á þeim lista. Hefur heldur betur minnkað heiminn.

Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af?
Metallica-tónleikunum í Egilshöll.

Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik?
Sódóma Reykjavík uppfull af 90’s tónlist yrði snilld og myndi slá í gegn.

Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið?
Þegar ég vann á valtara í eitt sumar. Einmanalegustu mánuðir lífs míns.

Um hvað varstu alveg viss þangað til þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir þér?
Hefur aldrei hent mig. Sorrí.

Ef þróunarkenningin er rétt, af hverju eru svín þá ekki með vængi?
Nákvæmlega! Hver samdi þessar spurningar eiginlega? Hringið í Nobel!

Hvað er framundan um helgina?
Þarf að passa upp á ykkur alla helgina, þannig að verið þið þæg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram