fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Meghan gefur út matreiðslubók – Fyrsta góðgerðarverkefnið í samvinnu við eftirlifendur Grenfell-eldsvoðans

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. september 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meghan Markle hélt á fimmtudag boð í Kensingtonhöll, ásamt eiginmanni sínum Harry Bretaprins og móður sinni, Doria Ragland. Tilefnið var útgáfa bókarinnar, Together: Our Community Cookbook.

Meghan faðmar konur frá Hubb Community Kitchen.

Meghan ritar formála bókarinnar, en hluti af ágóða hennar rennur til Hubb Community Kitchen, sem er góðgerðarfélag. Í boðinu sá hertogaynjan um að færa gestum mat, ásamt konum frá Hubb Community Kitchen, en konurnar eru fyrrum íbúar Grenfell turnsins sem eyðilagðist í eldsvoða 2017.

Í kjölfar eldsvoðans í Grenfell, söfnuðust konur í hverfinu saman til að elda mat handa fjölskyldum sínum og nágrönnum. Í spjalli yfir pottunum og matarilminum uppgötvuðu þær fljótt töfra matreiðslunnar og samverunnar í að skapa tengsl, byggja upp von og daglegt líf og hugmyndina um að eiga aftur heimili. Þannig byrjaði starfsemi Hubb Community Kitchen.

Bókin fjallar um sögu samfélagsins og inniheldur 50 uppskriftir kvennanna í Hubb Community Kitchen ásamt formála Meghan hertogaynju.

Uppskriftirnar hafa margar verið varðveittar frá kynslóð til kynslóðar, frá Mið-Austurlöndum, Norður-Afríku, Evrópu og Miðjarðarhafinu.

Hver uppskrift segir sögu af menningu og fjölskyldu og allar notast aðeins við nokkur innihaldsefni og eru einfaldar í matreiðslu til að gefa öllum færi á að spreyta sig í eldamennsku.

Bókin er óður til lífsins, vináttu og samverunnar.

Viðburðurinn markar áfanga hjá Meghan, sem hefur verið meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar formlega í fjóra mánuði. Um er að ræða fyrsta boðið sem hún býður til, hennar fyrsta góðgerðarmál og fyrstu ræðu hennar sem fulltrúi konungsfjölskyldunnar.

Harry horfir hugfanginn á konu sína eftir ræðuna hennar.
Meghan, Harry og móðir hennar, Doria.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun