Hjónin Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson hafa sett íbúð sína á Lindargötu á sölu.
Íbúðin sem er í hjarta miðborgarinnar, við hlið Þjóðleikhússins, er 127 fm að stærð og húsið var byggt 1942.
Húsið er látlaust að utan, en íbúðin ber vitni um góðan smekk hjónanna og er einstaklega glæsileg, parket úr mahony á gólfur, súlur, rósettur og kristalsljóskrónur í stofunni. Gluggatjöld eins og á herrasetri og vegleg og falleg húsgögn.
Í eldhúsinu gerast svo töfrar því Albert er meistarakokkur og bakari, eins og sjá má á heimasíðu hans alberteldar.com
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.