fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

„Austur verður ekki opnaður aftur fyrr en að loknum fundi með eiganda, þar sem ég mun hafa hagsmuni starfsfólksins í fyrirrúmi“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. september 2018 23:00

Víkingur Heiðar ásamt kærustu sinni Guðrúnu Líf Björnsdóttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna fréttar sem birtist á DV fyrr í kvöld um lokun skemmtistaðarins Austur í Austurstræti, þar sem rætt var við Kamran Keivanlou, son annars eiganda staðarins, vill Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Austur, sem vikið var úr starfi fyrr í vikunni koma eftirfarandi á framfæri:

Yfirlýsing frá Víkingi Heiðari Arnórssyni fyrrum framkvæmdastjóra Austur.

Vegna fréttar sem birtist á DV.is í dag, laugardaginn 22. september, vil ég leiðrétta rangfærslur sem viðmælandi DV lætur þar hafa eftir sér.

Atburðir liðinnar viku hafa ekkert með eigendaskipan eða Kamran Keivanlou að gera.

Falskar ásakanir á hendur mér, svikin loforð og mistúlkun á upplýsingum til eiganda staðarins sem talar hvorki íslensku né ensku, gerði það að verkum að mér var vikið úr starfi sem framkvæmdastjóra Austurs fyrr í vikunni. Starfsfólk staðarins fékk ósannar upplýsingar um málsatvik, bæði að ég hafi farið í góðu og einnig hverjar ástæður uppsagnarinnar voru og ætluðu því einhverjir starfsmenn að halda áfram störfum sínum og opna staðinn fyrir helgina. Til að því sé haldið til haga, var staðurinn opinn til rúmlega 22 í gær.

Þegar starfsfólk fékk að heyra sannleikann í málinu, þá var það sameiginleg ákvörðun allra starfsmanna Austur að standa saman og enginn starfsmaður vill vinna fyrir eigendur staðarins fyrr en búið er að gera hreint í málum staðarins og loforð eigenda hafa verið efnd.

Ég tók niður rekstrarleyfi staðarins,  þar sem ég er einn ábyrgðarmaður fyrir því. Þegar ég er búinn að missa trúverðugleika á eigendum og stjórnendum, get ég ekki treyst að reksturinn fari fram með viðeigandi hætti og neyddist ég því til að taka það niður.

Austur verður ekki opnaður aftur fyrr en ég og eigandi staðarins höfum sest niður á fundi og samið um áframhaldandi rekstur Austur, þar sem ég mun hafa hagsmuni starfsfólksins í fyrirrúmi.

Ég mun ekki svara frekari fyrirspurnum fyrr en að þeim fundi loknum.

Virðingarfyllst, Víkingur Heiðar Arnórsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set