fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Ragga nagli – „Járnskortur, blóðleysi og B-vítamín skortur lýsir sér í orkuleysi, mikilli þreytu, erfitt að æfa“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. september 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um hvaða áhrif skortur á járni og B-vítamíni, auk blóðleysis, geta haft á okkur.

Þú svafst illa í nótt. Byltir þér fram og til baka mænandi á klukkuna.
Þú vaknar jafnhress og undin borðtuska í lok vaktar á öldurhúsi.

Þú dregur þig með töngum á æfingu í morgunsárið með heilaþokuskýið í eftirdragi.
Þig svimar. Óglatt. Þarft að taka lengri pásur en vanalega.
Lungun loga.
Orkan er lengst ofan í tojlettinu með Lambi skeinipappírnum.
Útlimirnir láta ekki að stjórn og þér líður eins og kolkrabba að sveifla höndum og fótum.

„Skil ekki þennan aumingjagang!!! Ég borðaði vel í gær og fór snemma að sofa.“

Þú drattast í vinnuna þó löngunin heim undir sæng hertaki sinnið.
Einbeitningin úti á túni með rollunum.

Allt verður erfitt. Æfa. Ryksuga. Elda. Vinna. Tala. Vera.

„Ég get ekki verið fullorðinn í dag. Langar að Netflixa þennan dag í drasl.“

Hér getur verið um blóðleysi, járnskort eða B-vítamín skort að ræða.

Æfingatengt blóðleysi og járnskortur er þegar líkaminn framleiðir ekki nægilegt magn af rauðum blóðkornum.

B-vítamín býr til orku í frumunum og æfingar á hárri ákefð spænir það upp í líkamanum. Sérstaklega B12.
Skortur lýsir sér að sama skapi í orkuleysi og stundum verður léleg samhæfing í hreyfingum og veið.

Járnskortur, blóðleysi og B-vítamín skortur lýsir sér í orkuleysi, mikilli þreytu, erfitt að æfa.
Hraður hjartsláttur og hausverkur sérstaklega á æfingum.
Krampi í fótum á nóttunni. Þegar sinadrátturinn tekur þig í gíslingu á nóttunni.
Svefnleysi.

Það er vegna þess að líffærin eru ekki að fá það sem þau þurfa nauðsynlega til að starfa eðlilega.

Þeir sem eru í áhættuhópi fyrir blóðleysi og járnskort eru:

➡️Konur á barneignaaldri missa blóð á blæðingum
➡️Ræktarspaðar sem rífa í járn eins og berserkar
➡️Krossfittarar sem tætast yfir dúkalagt gólfið
➡️Eldra fólk

Járnrífingamelir þurfa sérstaklega að gæta að járnbirgðum og B-vítamín lagerstöðunni.

Regluleg neysla á járnríkum afurðum er mjög mikilvæg.

?Innmatur eins og lifur og nýru eru ríkust af járni og
B-vítamínum.
?Sardínur, túnfiskur, eggjarauða og nautakjöt einnig.
?Fyrir grænkera eru spínat, grænkál og dökkt kál góðir kostir.

Bætiefni geta hjálpað
?Járntöflur
?Járnelixír
?B-vítamín
?B12 í vökvaformi fyrir bestu nýtingu
?C-vítamín samhliða járninntöku tryggir hámarks frásog

Byrjaðu samt að ráðfæra þig við lækninn áður en þú hesthúsar heilum járnabindingalager úr Húsasmiðjunni. Því of mikið járn veldur öðrum óþægindum eins og löngum klósettdvölum og óþægindum og veseni í mallakút.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“