fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Umdeildir leigufeðgar selja glæsihöll á Sólvallagötu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. september 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Feðgarnir Símon I. Kjærnested og sonur hans, Stefán Kjærnested, hafa sett glæsilega fasteign að Sólvallagötu 10 í Reykjavík í sölu. Símon er skráður 100% eigandi, en Stefán býr þar ásamt börnum sínum.

Eignin er stórglæsileg, en húsið var byggt árið 1931 og arkitekt Einar Erlendsson fv. húsameistari ríkisins, 415 fm eign sem hefur verið tekin mikið í gegn að innan sem utan. Húsið er á stórri lóð sem er um 792,7 fermetrar og á lóðinni er bílastæði fyrir sex bíla.

Húsið er á þremur hæðum með ríflegri lofthæð með tveimur stofum, sex svefnherbergjum, fataherbergi, þremur baðherbergjum, glæsilegu eldhúsi, þvottahúsi og bílskúr.

Feðgarnir voru í fréttum DV fyrir tæpu ári síðan vegna fyrirtækis þeirra Leiguherbergi ehf., en það rekur umfangsmikla leigustarfsemi án leyfa.

Áhugasamir geta kynnt sér eignina betur hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“