fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Fókus

Sólrún Diego kaupir 320 fermetra höll – Gert ráð fyrir vetrargarði og lítilli tjörn – Sjáðu myndirnar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. september 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sól­rún Diego, hrein­gern­ing­arsnapp­ari og met­sölu­bók­ar­höf­und­ur, og Frans Veigar Garðarsson, kærasti hennar, keyptu nýverið einbýlishús í Mosfellsbæ.

Parið á tvö ung börn og verður nýja heimilið að teljast kjörinn staður til að ala börnin upp á, með náttúruna handan við hornið. Í lýsingu á hinu glæsilega 320 fermetra húsi segir að þar innandyra sé gert ráð fyrir vetrargarði og tjörn.

Smartland greindi frá því í lok ágúst að parið þyrfti að flytja því íbúðin sem þau leigðu í Þorrasölum í Kópavogi var komin á sölu. Sú íbúð var 98 fm og sögð best þrifna íbúð landsins.

Nýja húsið er hins vegar 319 fm og því er ljóst að Sólrún hefur í mun fleiri horn að þrífa en áður. Húsið var til sölu á Fasteignasölu Mosfellsbæjar og var ásett kaupverð fyrst 104 milljónir, en lækkað í 98 milljónir. Er því líklegt að kaupverð hafi verið tæpar 100 milljónir.

Samkvæmt Tekjublaði DV var Sólrún með 320.478 kr. í tekjur fyrir árið 2017, en metsölubók hennar, Heima, kom út í lok nóvember það ár, og því líklegt að tekjur hennar þetta árið séu ívíð hærri.

Vetrargarður og lítil tjörn

Húsið þykir einstaklega vel hannað og er húsinu skipt upp í tvær einingar með tengibyggingu á milli. Í öðrum hlutanum er barnaherbergi, stórt hjónaherbergi, sjónvarpsherbergi, baðherbergi, þvottahús, stofa, borðstofa og eldhús. Ljóst er að Sólrún ætlar að fara í breytingar því nú þegar er búið að rífa parket af gólfum.

Í hinum hlutanum er forstofa, vinnustofa, baðherbergi, tvær geymslur, vinnuherbergi og bílskúr. Húsið stendur hærra en mörg önnur hús í götunni og því mjög fallegt útsýni frá stofu og millilofti til Esjunnar. Húsið er klætt að hluta með Cedrus harðvið, náttúruflísum og glerflísum. Í lýsingu á húsinu fyrr á árinu segir:

„Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi, forstofan er í raun tengibygging í húsinu og þar er hugmynd að hafa „Vetrargarð“ með lítilli tjörn. Þá er áberandi glerveggur hannaður af Ingu Elínu glerlistakonu.

„Á vinstri hönd er íbúðarálman, þar er komið inn í forstofuhol með eikarparketi á gólfi og stórum forstofuskáp með speglahurðum. Á móti forstofu er áberandi glerveggur hannaður af Ingu Elínu glerlistakonu.“

Neðangreindar myndir sýna eignina eins og hún leit út áður, en á Snapchat og Instagram má sjá að parið er að taka húsið í gegn eftir eigin höfði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Diddy sagður hafa misnotað 10 ára dreng á hótelherbergi

Diddy sagður hafa misnotað 10 ára dreng á hótelherbergi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Var eina barnið sem fór með á trú­ar­viðburði í söfnuði þar sem Guð átti að taka frá hon­um þessi veik­indi“

„Var eina barnið sem fór með á trú­ar­viðburði í söfnuði þar sem Guð átti að taka frá hon­um þessi veik­indi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er ekki bara kvóti á fiskinn. Það er líka kvóti á hversu miklar svívirðingar þú þolir“

„Það er ekki bara kvóti á fiskinn. Það er líka kvóti á hversu miklar svívirðingar þú þolir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Söngkona biðst forláts eftir að hún slátraði þjóðsöngnum

Söngkona biðst forláts eftir að hún slátraði þjóðsöngnum