fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Elín Kára – „Skiptum upp í fjórða gír“

Elín Kára
Þriðjudaginn 18. september 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Káradóttir heldur úti blogsíðu undir eigin nafni þar sem hún skrifar um jákvætt hugarfar, fjármál og lífstíl. Í þessum pistli fjallar hún þær hugarfarslegu hindranir sem hún er búin að ganga í gegnum í peppvikum sínum.

Vika níu er búin sem þýðir að síðasta vikan af #10peppvikur er að byrja og ég er rétt að komast í fjórða gír; ég vil ekki að þetta sé að verða búið! Ég er búin að byggja upp svo góðan grunn eftir meðgöngu og fæðingu að það væri fráleitt að fara setjast núna upp í sófa með popp og kók til að fara horfa á sjónvarpið öllum stundum. Ég er búin að ganga í gegnum allskonar hugarfarslegar hindranir á þessum tíu vikum og líkaminn er byrjaður að taka við sér svo núna er komin tími til að setja í fjórða gír og fara keyra þetta áfram.

Þegar einni 10 vikna lotu lýkur þá byrja ég með nýja. Þannig hef ég gert það í töluverðan tíma til þess að brjóta upp árið hjá mér. Stundum koma ömurlegar 10 vikur og stundum koma alveg æðislegar. Þetta finnst mér gott til að missa ekki sjónar á því sem ég er að gera og líka til að verða ekki leið á þeim markmiðum sem ég er að vinna með.

Eftir þessar 10 vikur þá byrja nýjar tíu – það kemur í ljós hvaða þema verður næst.

Hver er staðan eftir viku níu?

Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá er ég í sjálfskipuðu prógrammi sem ég kalla #10peppvikur. Þar sem ég hvet sjálfa mig áfram í átt að betra lífi, mjaka mér nær kjörþyngd og vera orkumeiri. Einhverjir eru að fylgjast með mér á Instagram og sjá hvað ég er að elda og bralla í kringum #10peppvikur.

Staðan eftir vikuna er svona:

Matarræði: Ég er búin að vera að fókusa á fiskinn. Það er gott að borða fisk 3-5x í viku. Ég er ekki alveg þar ennþá en í þessari viku borðaði ég fisk 3x. Ég elska þorsk, lax, bleikju, skötusel, hlýra… namm þetta er svo góður matur. Ég er að koma mér þangað hægt og rólega.

Ég hefði alveg getað staðið mig betur í matarræðinu en ég er svo heppin að vera ekki fullkomin. Ég er ánægð með útkomuna á þessari viku. Ég komst á þann stað að langa ekki í súkkulaði eitt kvöldið og ég borðaði ferskt salat þegar eiginmaðurinn gæddi sér á ljúffengu kartöflusalati með kvöldmatnum í vikunni. Þarna eru stórir sigrar sem ég er mjög stolt af.

Hreyfing: Vá, ég hreyfði mig 3x í þessari viku sem er algjört met! Og ég gerði það vegna þess að mig langaði til þess. Það er líka rosalega góður staður til að vera komin á. Tilfinningin: að langa til að hreyfa sig. Ekki þurfa þess – heldur langa.

Ég held mig við að taka eina helgaræfingu sem er stutt og laggóð en er samt svo mikið bjútí. Ég er byrjuð í skóla á laugardögum, þannig að æfingarnar hér eftir verða færðar yfir á sunnudagsmorgna.

Sunnudagsæfingin var svona:

1 mín hver hringur

  • framstig
  • hnébeygja
  • ketilbjöllusveiflur

1 km hlaup

Vellíðan: Mér finnst komið skemmtilega gott jafnvægi innra með mér. Partur af því er örugglega sá að ég er ekki að ýta mér í að gera hlutina heldur langar mig að gera hlutina. Það hefur góð áhrif á andlegu heilsuna.

Ég finn að ég þarf að einbeita mér meira að því að skrifa niður alls konar hluti. Til dæmis skrifa niður á hverju kvöldi hvernig dagurinn gekk og hvað ég ætla að gera á morgun. Skrifa líka niður hvernig ég sé fyrir mér næstu vikur, mánuði og ár. Fara í svolitla hugarþjálfun. Hún hefur alltaf skilað mér góðum árangri þegar ég hef sinnt henni af alúð. Ég ætla einbeita mér meira að því.

Vigtin: 0 kg.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík