Þegar talað er um bestu og farsælustu hljómsveitir landsins er hljómsveitin GusGus ofarlega í huga. GusGus hefur verið starfrækt í yfir tvo áratugi og unnið sér inn gríðarlegra vinsælda bæði hér heima og erlendis. Hljómsveitin á að baki hvorki meira né minna en 10 hljóðversplötur, 25 smáskífur og fjölda endurhljóðblandanna.
Framundan hjá hljómsveitinni eru tvennir tónleikar í Eldborgarsal Hörpu þar sem aðdáendur geta átt von á þverskurði frá bandinu eins og það hefur þróast frá og með plötunni Attention. Af því tilefni munu Urður Hákonardóttir og Högni Egilsson vera á meðal þeirra sem stíga á svið með sveitinni.
Á föstudaginn kemur, 21. september, mun hljómsveitin koma fram live í DV tónlist og hefst útsendingin stundvíslega kl. 13:00.
Ítarlegt viðtal við GusGus birtist í helgarblaði DV 21. september.