fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fókus

„Tökum höndum saman, sem samfélag og þjóð sem er ekki tilbúin til þess að horfa eftir ungri og efnilegu framtíð þessa lands hverfa ofan í grafir án þess að hafa einu sinni náð því að verða fullorðið“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 15. september 2018 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Oskarsson varaþingmaður Pírata segir í stöðufærslu á Facebook frá heimsókn sem hún fékk í vinnuna í gær og segir hún heimsóknina hafa snert hjarta hennar.

Bára Tómasdóttir og dætur hennar Andrea Ýr Arnarsdóttir og Aníta Rún Óskarsdóttir ræddu við Söru um stöðuna í málefnum ungmenna. Sonur Báru, Einar Darri Óskarsson, lést á heimili sínu þann 25. maí síðastliðinn eftir neyslu róandi lyfja, hann var aðeins 18 ára, fæddur 10. febrúar 2000.

Í kjölfarið stofnaði fjölskylda hans Minningarsjóð Einars Darra og hefur DV áður fjallað um hann með ýmsum hætti, auk viðtala við aðstandendur annarra ungmenna, sem fallið hafa frá langt fyrir aldur sökum neyslu lyfseðilsskyldra lyfja og/eða fíkniefna.

Móðurhjarta mitt hefur átt bágt með sig í dag: verandi móðir tæplega 18 ára gamals drengs, eða ungs manns eins og hann kýs að láta líta á sig, var erfitt að tárast ekki þegar að mamma Einars lýsti drengnum sínum fyrir mér,“ segir Sara og hvetur okkur til að taka höndum saman, sem samfélag og þjóð, sem er ekki tilbúin til þess að horfa á eftir ungri og efnilegri framtíð landsins í gröfina.

Bára, Sara, Aníta Rún og Andrea Ýr.

Stöðufærsla Söru í heild:

Í dag fékk ég heimsókn í vinnuna sem snerti hjarta mitt.

Móðir Einars Darra og systur hans tvær, Andrea og Aníta komu niður á Alþingi og við fengum okkur hádegismat saman.

Við ræddum um stöðuna í málefnum ungmenna okkar þjóðar. Nú þarf samstillt þjóðarátak í þessum málum og góðu fréttirnar eru þær að það er magnaður samfélagslegur meðbyr að hefjast.

Nú grípum við hann og látum til skarar skríða.

Móðurhjarta mitt hefur átt bágt með sig í dag: verandi móðir tæplega 18 ára gamals drengs, eða ungs manns eins og hann kýs að láta líta á sig, var erfitt að tárast ekki þegar að mamma Einars lýsti drengnum sínum fyrir mér; hann hefur greinilega verið mjög líkur frumburðinum mínum: sem sagt bara venjulegur, kátur og glaður unglingsdrengur, stórhuga, vinsæll og auðvitað alveg „ódauðlegur.“

Þetta málefni snertir okkur öll.

Tökum höndum saman, þverfaglega, þverpólitískt, sem samfélag og þjóð sem er ekki tilbúin til þess að horfa eftir ungu og efnilegu framtíð þessa lands hverfa ofan í grafir án þess að hafa einu sinni náð því að verða fullorðið.

Við getum ekki sætt okkur við það. En nú er mál að gera þetta vel, þverfaglega, vanda til verka og ALDREI láta það gerast að Umræðan póleríserist og fari að skiptast í fylkingar. Það er bara ein fylking þegar að kemur að þessu: við öll.

Gerum þetta á jákvæðninni eins og þær mæðgur gera, gerum þetta af hug og hjarta og gerum þetta saman.

Bára, Andrea og Aníta gáfu mér tvo fulla poka af armböndunum til vitundarvakningar um baráttuna, armböndin hans Einars Darra.

Nú þegar að ég er búin að pósta þessum pósti, ætla ég að setja eitt armband í pósthólf allra þingmanna og ráðherra hér á Alþingi Íslendinga, með von um að þeir setji armbandinu upp eða gefi það einhverjum sem hefur áhuga á að styðja við vitundarvakninguna.

Á mánudaginn nk. stendur svo til að stofna samtök um stofnun meðferðarúrræðis fyrir ungt fólk. Hlekkur á viðburðinn í athugasemd. Fjölmennum þangað!

Sjáumst í baráttunni fyrir börnin okkar.
Endilega deilið þessum pósti

#égábaraeittlíf

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“