fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Biggi lögga segir Lof mér að falla hafa forvarnargildi og flytja mikilvæg skilaboð – „Ég veit hversu ljótur og miskunnarlaus þessi raunveruleiki er“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 15. september 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, eða Biggi lögga, segir að kvikmynd Baldvins Z, Lof mér að falla, hafi staðist algjörlega þær væntingar sem hann hafði til myndarinnar.

„Ég upplifði myndina samt ekki sem þessa tusku í andlitið eins og greinilega sumir,“ segir Biggi, sem segist alveg hafa búist við að sjá meira. „Kannski að hluta til út af því að ég hef fengið ágætis sýn inn í þennan raunveruleika í gegnum vinnuna og veit því full vel hversu ljótur og miskunnarlaus hann getur verið.

Bætir Biggi við að hann hafi líklega hitt hverja einustu persónu í myndinni og það sýni hversu raunveruleg hún er.

Segir hann að myndin kveiki þá löngun hjá foreldrum að vilja hlaupa til barna sinna og vernda þau. Sannleikurinn sé sá að enginn er óhultur fyrir fíkninni, ásamt þeim sannleik að aldrei verði hægt að útrýma þeim.

„Við verðum því að gera allt sem í okkar valdi er til að halda unga fólkinu okkar frá þessum heimi. Þegar einhverjir villast þangað inn og missa tökin verðum við svo að vera samfélag sem þorir og nálgast en ekki samfélag sem óttast og hörfar. Í dag er mikið talað um að við verðum að berjast gegn fordómum. Fordómar gegn einstaklingum í neyslu eru gífurlegir í samfélaginu og það jaðarsetur þá og gera þeim enn erfiðara fyrir að fóta sig á ný. Eins og fíknin ein sé ekki nógu erfið. En við hverju er svo sem að búast þegar ákveðið vandamál brennimerkir þig sem glæpamann?“

Fór loksins að sjá Lof mér að falla. Hún stóðst algjörlega þær væntingar sem ég hafði, sem voru btw mjög miklar eftir þá mærineringu sem hún hafði fengið síðustu daga. Baldvin Z er náttúrulega heimsklassa leikstjóri sem tekst einhvern veginn alltaf að stýra leik og samtölum í þá átt að þau verða algjörlega laus við rembing eða sýndarmennsku. Hann færir manni raunveruleikann hreinan og ómengaðan beint í æð.

Ég upplifði myndina samt ekki sem þessa tusku í andlitið eins og greinilega sumir. Ég bjóst alveg við því að sjá meira. Kannski að hluta til út af því að ég hef fengið ágætis sýn inn í þennan raunveruleika í gegnum vinnuna og veit því full vel hversu ljótur og miskunnarlaus hann getur verið. Ég held án gríns að ég hafi hitt hverja einustu persónu myndarinnar. Það sýnir vel hversu raunsæ hún er, jafnvel þó að hún hafi ekki sýnt allt. Allt hefði bara verið of mikið fyrir bíógesti, ég skil það, og því var þetta fáránlega vel gert hjá Balvini og nafna mínum Birgi Erni.

Myndin kveikir hjá manni löngun til að hlaupa til barnanna sinna og halda þéttingsfast utan um þau og aldrei sleppa. Aldrei. Sannleikurinn er nefnilega sá að enginn er óhultur fyrir því að villast inn í frumskóg fíkninnar. Hinn sannleikurinn er síðan því miður sá við munum aldrei geta útrýmt fíkniefnum. Við verðum því að gera allt sem í okkar valdi er til að halda unga fólkinu okkar frá þessum heimi. Þegar einhverjir villast þangað inn og missa tökin verðum við svo að vera samfélag sem þorir og nálgast en ekki samfélag sem óttast og hörfar. Í dag er mikið talað um að við verðum að berjast gegn fordómum. Fordómar gegn einstaklingum í neyslu eru gífurlegir í samfélaginu og það jaðarsetur þá og gera þeim enn erfiðara fyrir að fóta sig á ný. Eins og fíknin ein sé ekki nógu erfið. En við hverju er svosem að búast þegar ákveðið vandamál brennimerkir þig sem glæpamann?

Lof mér að falla er fyrst og fremst frábær bíómynd. Vel leikin, vel tekin, vel klippt og vel leikstýrð. Það er síðan bara frábær kostur hvað hún hefur mikið forvarnargildi. Henni fylgja mikilvæg skilaboð inn í samfélagið á þeim tímapunkti sem við stöndum á í dag. Skilaboð sem knýr okkur í ákveðna naflaskoðun. Farðu að sjá þessa mynd ef þú ert ekki nú þegar búinn að því. Það er skyldumæting í bíó.

Já og eitt að lokum. Mikið var gaman að sjá gömlum félaga bregða fyrir þarna á barnum í Ríó. Félaga sem ég tók fyrir ölvun við akstur á Hafnarfjarðarvegi fyrir einhverjum árum síðan. Vel gert Baldvin Zóphoniasson!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk