fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

5 ríkir og frægir Íslendingar – Svona búa þau

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. september 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frægð fylgir ekki alltaf peningum ekki frekar en að peningum fylgi frægð, á það sérstaklega við hér á landi. Það gerist þó oft og eiga margir þekktir einstaklingar nóg af peningum. DV tók saman nokkra fræga sem eru ekki á flæðiskeri staddir.
Björgólfur Thor Björgólfsson: London, Bretland
Kaupsýslumaðurinn Björgólfur Thor hefur komið víða við á sínum ferli í viðskiptum. Hann byrjaði sem skemmtistaðaeigandi í Reykjavík ásamt Skúla Mogensen, þeir ráku skemmtistaðina Hótel Borg og Tunglið. Hann hefur viðskipti í blóðinu, en hann er barnabarnabarn Thors Jensen athafnamanns, barnabarn Hallgríms Fr. Hallgrímssonar forstjóra og sonur Björgólfs Guðmundssonar, sem áður var einn áhrifamesti maður í íslensku viðskiptalífi. Björgólfur Thor, sem þekktur er sem Thor á erlendri grundu, átti og rak bruggverksmiðjur í Rússlandi ásamt föður sínum. Þeir komu síðan heim til Íslands og keyptu Landsbankann og lyfjafyrirtæki, sem í dag er Actavis.
Síðar fór hann inn í fjarskiptamarkað og átti símafyrirtæki í Búlgaríu og Íslandi. Hann varð fyrsti Íslendingurinn til að komast inn á lista Forbes yfir 500 ríkustu menn í heimi, hann féll af þeim lista í bankahruninu en er nú aftur byrjaður að klifra upp listann. Í janúar var hann í 1.116 sæti með eignir upp á rúmlega 186 milljarða króna. Hann er reyndar eini Íslendingurinn sem kemst á lista Forbes. Björgólfur Thor býr að mestu í London ásamt eiginkonu sinni Kristínu Ólafsdóttur og þremur börnum, en ættaróðal hans er við Tjörnina í Reykjavík.
Birkihvammur 3. Ljósmynd: DV/Hanna.
 
Guðrún Helga Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson: Birkihvammur 3, Hafnarfjörður
Guðrún og Ágúst stofnuðu útgerðarfyrirtækið Stálskip í Hafnarfirði árið 1970 og ráku það í rúmlega fjörutíu ár. Árið 2014 ákváðu þau að selja frystitogara útgerðarinnar, Þór HF 4, til Rússlands og kvótann til Síldarvinnslunnar, Gjögurs og Útgerðarfélags Akureyringa. Guðrún og Ágúst áttu þá samanlagt fjörutíu prósenta hlut í Stálskipum og þrjú börn þeirra fimmtán prósent hvert en eignir félagsins árið 2012 voru 3,6 milljarðar.
Fyrirtækið var þó ekki aflagt heldur var skipt um gír og fjárfest í fasteignum og rekstri innanlands. Guðrún og Lárus, sem eru komin á níræðisaldur, hafa meðal annars fjárfest í eignarhaldsfélaginu Heimavöllum GP sem hefur umsýslu fyrir leigufélagið Heimavelli. Hagnaður Heimavalla var 2,7 milljarðar árið 2017 sem var aukning um hálfan milljarð milli ára.
Guðrún og Ágúst búa í glæsilegu einbýlishúsi við Birkihvamm nálægt Hafnarfjarðarhöfn.
 
 
Hilmar Veigar Pétursson: London, Bretland
Nýverið var tölvuleikjaframleiðandinn CCP, sem gefur út geimleikinn EVE Online, seldur suðurkóreska fyrirtækinu Pearl Abyss. Kaupverðið var 46 milljarðar króna en salan hefur verið í pípunum hjá eigendum í nærri tvö ár.
Hilmar Veigar hefur verið forstjóri CCP í átján ár. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og gaf út borðspil sem nefndist Hættuspil. Það var þó aðeins undanfari tölvuleikjaævintýrisins sem hefur síðan þá velt milljörðum króna og aðdáendur hópast til Íslands til að sækja ráðstefnur um EVE Online.
Auk þess að stýra fyrirtækinu var Hilmar sjálfur einn af stærstu hluthöfunum fyrir kaupin, og átti hann 6,5 prósenta hlut. Hans hagnaður af sölunni var því um þrír milljarðar króna.
Afkoma fyrirtækisins hefur gengið í bylgjum undanfarin ár. Árið 2014 tapaði það 8,7 milljörðum króna en ári síðar var hagnaðurinn 2,7 milljarðar og afgangur hefur verið í rekstrinum síðan þá.
Hilmar er kvæntur Guðrúnu Elísabetu Stefánsdóttur tölvunarfræðingi og eru þau búsett í London.
Byggðarendi 13. Ljósmynd: DV/Hanna.
 
Hreggviður Jónsson: Byggðarendi 13, Reykjavík
Hreggviður er stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, sem á og rekur ýmis fyrirtæki. Hann starfaði hjá Cargill í Bandaríkjunum og síðar sem ráðgjafi hjá McKinsey & Company í Svíþjóð áður en hann varð fjármálastjóri og síðar forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins og Norðurljósa þar sem hann starfaði náið með Jóni Ólafssyni vatnskóngi.
Félag Hreggviðs, Veritas, seldi nýverið 12 prósenta hlut sinn í Festi, rekstraraðila Krónunnar og Elko, til N1. Hagnaðurinn nam rúmlega 1,7 milljörðum króna.
Sóleyjargata 11. Ljósmynd: DV/Hanna.
 
Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson: Sóleyjargata 11, Reykjavík
Kaupsýslukonan Ingibjörg Pálmadóttir á sterkar rætur í miðbæ Reykjavíkur en hún er þekkt fyrir aðkomu sína að vörumerkinu 101, þar á meðal 101 Hótel. Hún er hönnuður að mennt og hefur verið eiginmanni sínum, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, innan handar þegar kemur að kaupum á eignum í tísku- og fataheiminum.
Þau hjónin voru mjög áberandi í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun og segja má að góðærið hafi náð hámarki sínu þegar þau létu pússa sig saman árið 2007, kallaði Séð og Heyrt það „brúðkaup aldarinnar“. Í dag er hún aðaleigandi Fréttablaðsins. Þau hjónin eiga saman sex börn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set