Uppistandarinn Þorsteinn Guðmundsson slær á létta strengi á samskiptamiðlinum Twitter með fyrirspurn til sundlaugagesta: Hvernig er best að þvo sér um afturendann í sturtuklefanum?
Grínarinn birti könnun og með kostulegum svarmöguleikum sem einhverjir hljóta að tengja sig við. „Hvort á maður að snúa honum fram eða að veggnum?“
Þá eru örlögin komin í hendur notenda til leggja sitt mat á mikilvægi málsins. Könnunina um þrifnaðinn á sitjandanum má sjá (hvar annars staðar?) að neðan.
Þegar maður þvær sér á rassinn í sturtunni í sundlaugunum, hvort á maður að snúa honum fram eða að veggnum?
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) September 7, 2018
Þorsteinn hefur lengi verið kenndur við grínteymið Fóstbræður, en þeir tóku einmitt fyrir þrifnað í sundlaugum með ómetanlegri niðurstöðu.
Því miður var Þorsteinn ekki kominn í hópinn þegar umræddur skets var gefinn út, en hann má engu að síður rifja upp af gefnu tilefni.