fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Fókus

Íris Dögg Stefánsdóttir varð bráðkvödd 35 ára: Skilur eftir sig fjögur börn- Söfnun hrundið af stað

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. september 2018 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Dögg Stefánsdóttir fékk blóðtappa í höfuðið aðfaranótt laugardagsins 25. ágúst síðastliðinn. Hún var flutt á Landspítalann í Fossvogi, þar sem hún lést ellefu dögum síðar, aðfaranótt miðvikudagsins 5. september, umvafin sínum nánustu, hún komst aldrei til meðvitundar. Íris Dögg skilur eftir sig fjögur börn á aldrinum 12–21 árs og hefur söfnun verið hrundið af stað til að standa straum af kostnaði vegna jarðarfarar hennar og tryggja fjárhagslega velferð barnanna.

„Íris Dögg var að vinna föstudaginn 24. ágúst síðastliðinn í veiðihúsinu hér í Jökulsárhlíð. Hún var búin að kvarta yfir höfuðverk yfir daginn og fá svima og vildi bara fara heim að hvíla sig,“ segir Anna Hólm Stefánsdóttir, eldri systir Írisar Daggar. „Unnusti hennar, Ásgeir Páll Baldursson, vildi keyra hana heim, en hún neitaði því og vildi bara frið og sagðist hvílast betur ein.

Íris Dögg tók parkódín og lagði sig. Um miðnætti komu dóttir hennar og sonur minn heim. Þá var Íris Dögg inni hjá sér og síðar um nóttina heyra þau undarleg hljóð, þá var Íris Dögg eins og í flogakasti. Þetta var um tvö leytið aðfaranótt laugardags. Fyrst var farið með hana í Neskaupstað, því talið var að þetta væri flogakast vegna vinnuálags.“

Þegar ljóst var að ástandið var alvarlegra var flogið með hana til Reykjavíkur og lent þar um tíu leytið að morgni laugardags 25. ágúst. Íris Dögg komst aldrei til meðvitundar.

„Við fengum að vita að ósæðin hafði stíflast, kominn í hana tappi sem var losaður. Í kjölfarið rofnaði æð í höfði, líklega vegna líkamlegs álags og þá varð ljóst í hvað stefndi.“

Íris Dögg skilur eftir sig fjögur börn;12, 15, 17 og 21 árs, og elsta dóttir hennar á von á sínu fyrsta barni daginn fyrir jarðarför Írisar Daggar, sem verður 22. september. „Börnin hennar völdu séra Ólöfu Snorradóttur til að annast útförina, en hún er erlendis og því dregst jarðarförin þar til Ólöf kemur heim. Ólöf fermdi þau, var með okkur nóttina sem Íris Dögg lést og  einnig þegar móðir okkar lést fyrir tveimur árum, 30. maí 2016.

Móðir okkar greindist með krabbamein árið 2009 og þá var henni sagt að hún myndi ekki lifa fram á það haust, en við segjum alltaf að við höfum grætt sjö ár með henni, en hún var rétt sextug þegar hún lést.“

Fjölskyldan er búsett á Egilsstöðum og segir Anna að nærsamfélagið hafi hlúð að þeim eftir andlát Írisar Daggar. „Við höfum fengið afar mikið af fallegum kveðjum og skilaboðum og boðum um aðstoð. Við erum bara eiginlega með höfuðið á „rest mode“ en þegar nær dregur jarðarför munum við þiggja þá aðstoð sem verður í boði.“

Íris Dögg var á örorkubótum vegna stoðkerfis og kvíða og gafst henni því ekki kostur á að líftryggja sig og átti engan varasjóð fyrir útför. Litlir fjármunir eru því til staðar til að standa undir útfararkostnaði eða tryggja fjárhagslega velferð barna hennar í framtíðinni.

„Ég sagði við föður okkar að það væri gott ef umfjöllun vekti fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að tryggja hag barna sinna ef eitthvað óvænt kæmi upp á.

Markmið söfnunarinnar er að styrkja börnin og fjölskyldu á erfiðum tíma. Sorgin er næg þótt fjárhagsáhyggjur bætist ekki ofan á.“

Reikningurinn er á nafni og kennitölu móðursystur Írisar Daggar.

Við hvetjum þá sem geta lagt söfnuninni lið að gera það. Margt smátt gerir eitt stórt.
Söfnunarreikningur: 0123-05-010052, kennitala: 150160-2439

 

Alltaf þú brúaðir bilið á milli
bræddir mitt hjarta sorgir og sár
Þú skalt því hafa hug þess og hylli
heiðvirð um ókomin ár

Lífið er dans ekki alltaf á rósum
lifnaði aldrei hinn fegursti dans
Bjartsýnn þó riti úr bókum og glósum
bljúgur minn fegursta krans

Oft finnst birtan falleg í heiði
fegurstu dagarnir draumana fá
Sú mun sólrík skína á þitt leiði
sælt verður hana að sjá
-Ljóð sem Ásgeir Páll, unnusti Írisar Daggar, orti í minningu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fréttir af andláti Gauksins stórlega ýktar – Breytist í næturklúbbinn Fever á nóttinni

Fréttir af andláti Gauksins stórlega ýktar – Breytist í næturklúbbinn Fever á nóttinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu

Ragnhildur segir marga gera þessi mistök beint eftir æfingu – Passaðu þig samt á einu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skemmtilegt og einstakt 399 fermetra einbýli á Akureyri – „Sjón er sögu ríkari“

Skemmtilegt og einstakt 399 fermetra einbýli á Akureyri – „Sjón er sögu ríkari“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Morgunrútína Gumma Kíró – Öndunaræfingar, ljósameðferð og ræktin

Morgunrútína Gumma Kíró – Öndunaræfingar, ljósameðferð og ræktin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir mótlætið mikilvægt – Óvænt og ófyrirgefanleg uppsögn það besta fyrir ferilinn – „Heimurinn skuldar manni ekki neitt“

Segir mótlætið mikilvægt – Óvænt og ófyrirgefanleg uppsögn það besta fyrir ferilinn – „Heimurinn skuldar manni ekki neitt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fann leynileg skilaboð frá Matthew Perry ári eftir að hann dó

Fann leynileg skilaboð frá Matthew Perry ári eftir að hann dó