Munið þið eftir kjólnum sem gerði allt vitlaust fyrir tæpum 4 árum?
Mynd af kjólnum fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og var fólk ýmist á því að hann væri blár og svartur, eða hvítur og gylltur. Svo var reyndar einn og einn sem sá einhverja allt aðra liti.
Kjóllinn kom upp í hugann þegar vinkona undirritaðrar sagðist hafa gleymt bleikum poka hjá henni eftir matarboð á laugardagskvöldið. „Já þú átt poka hjá mér, en hann er brúnn,“ var svarið.
Vinskapurinn helst enn, en við enn ósammála um hvernig pokinn er á litinn. Þannig að nú er stóra spurningin: hvernig er pokinn á litinn, bleikur eða brúnn, eða jafnvel einhver allt annar litur.
Eftir rúnt á vinnustað Frjálsrar fjölmiðlunar er ljóst að sitt sýnist hverjum um lit hans:
Húðlitaður – 2
Brúnn – 5
Ljósbrúnn – 2
Ræpubrúnn – 1
Brún/bleikur – 3
Skítableikur – 1
Rauður – 1
Krembrons – 1
Bleikur – 4
Beige með bleiku – 1
Antíkbleikur – 2
Fjólublár – 1
Gylltur – 1
Einn sagðist vera litblindur og því ekki geta tekið þátt
Fleiri dæmi hafa komið upp en kjóllinn, hér var spurt hvernig kommóðan væri á litinn og hér hvernig skórnir eru á litinn.
Það skal tekið fram að þetta er eigi að síður ekki frétt, þær eru hér vinstra megin á stikunni.