fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Hvernig er pokinn á litinn? – Sitt sýnist hverjum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. september 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Munið þið eftir kjólnum sem gerði allt vitlaust fyrir tæpum 4 árum?

Mynd af kjólnum fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og var fólk ýmist á því að hann væri blár og svartur, eða hvítur og gylltur. Svo var reyndar einn og einn sem sá einhverja allt aðra liti.

Kjóllinn kom upp í hugann þegar vinkona undirritaðrar sagðist hafa gleymt bleikum poka hjá henni eftir matarboð á laugardagskvöldið. „Já þú átt poka hjá mér, en hann er brúnn,“ var svarið.

Vinskapurinn helst enn, en við enn ósammála um hvernig pokinn er á litinn. Þannig að nú er stóra spurningin: hvernig er pokinn á litinn, bleikur eða brúnn, eða jafnvel einhver allt annar litur.

Eftir rúnt á vinnustað Frjálsrar fjölmiðlunar er ljóst að sitt sýnist hverjum um  lit hans:

Húðlitaður – 2
Brúnn – 5
Ljósbrúnn – 2
Ræpubrúnn – 1
Brún/bleikur – 3
Skítableikur – 1
Rauður – 1
Krembrons – 1
Bleikur – 4
Beige með bleiku – 1
Antíkbleikur – 2
Fjólublár – 1
Gylltur – 1
Einn sagðist vera litblindur og því ekki geta tekið þátt

Fleiri dæmi hafa komið upp en kjóllinn, hér var spurt hvernig kommóðan væri á litinn og hér hvernig skórnir eru á litinn.

Það skal tekið fram að þetta er eigi að síður ekki frétt, þær eru hér vinstra megin á stikunni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“