fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Steinunn Ólína um Stefán Karl: „Hann elskaði lífið“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stefán var afar skapandi og örlátur maður með einstakar hugmyndir. Það var okkur öllum mikið áfall að lífi hans skyldi ljúka svona snemma,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir eftirlifandi eiginkona Stefáns Karls Stefánssonar. Stefán Karl lést þann 21. ágúst síðastliðinn eftir tveggja ára baráttu við krabbamein. Hann var aðeins 43 ára gamall. Hefur andlát hans skilið eftir sig stórt skarð hjá þjóðinni, enda var Stefán Karl elskaður og dáður leikari.

Nýtti tímann til fulls

Fjölmargir erlendir miðlar hafa greint frá andláti Stefáns Karls undanfarna daga en hann vann hugi og hjörtu barna víða um heim þegar hann fór með hlutverk Glanna Glæps í sjónvarpsþáttunum um Latabæ (Lazytown.)

Í viðtali við bandaríska miðilinn People ræðir Steinunn Ólína um fráfall Stefáns Karls og það sem hann hefur skilið eftir sig. Stefán Karl háði tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein, en um er að ræða sjaldgæfan og lítt þekktan sjúkdóm.

Stefán Karl eignaðist fjölmarga aðdáendur um heim allan þegar hann fór með hlutverk Glanna Glæps í sjónvarpsþáttunum um Latabæ.

„Ég vildi óska þess að það væri til lækning eða þá að minnsta kosti meiri von fyrir þá sem greinast með sjúkdóminn og ég er fullviss um að það er mögulegt ef við vekjum athygli fólks á þessu málefni,“ segir Steinunn Ólína.

Þá bætir hún við að þrátt fyrir ýmsar hindranir þá hafi Stefáni engu að síður tekist að nýta til fulls þann tíma sem hann átti eftir. Hann ferðaðist víða með fjölskyldunni og eignuðust þau ógleymanlegar minningar.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Steinunn Ólína segir jafnframt að hún muni halda áfram með margvísleg verkefni sem Stefán Karl skildi eftir. Eitt af þeim er stofnun leiklistarakademíu fyrir börn í nafni Stefáns: Stefan Karl Academy and Center for the Performing Arts. Skólinn verður opnaður í Sviss á næsta ári og mun veita ungmennum þjálfun í sviðslistum. Stefán Karl hafði lengi átt sér þann draum að stofna sérstakan sviðlistaskóla fyrir börn.

Agndofa yfir stuðningum

Bæði Steinunn Ólína og Stefán Karl settu stefnuna á leiklist strax á barnsaldri. Steinunn Ólína hvetur ungt fólk til að eltast við drauma sína.Hún segir mörg ungmenni vita hvað þau vilja í lífinu og því sé mikilvægt að þau fái að sinna ástríðu sinni.

Þá segir hún Stefán Karl hafa metið aðdáendur sína mikils og verið agndofa yfir allri væntumþykjunni og stuðningnum sem honum barst á meðan á veikindum hans stóð.

„Stefán vildi ekki að fjölskylda hans, vinir og aðdáendur myndu syrgja hann. Hann elskaði lífið,“ segir Steinunn Ólína undir lokin.

„Hann vildi að sín yrði minnst fyrir að veita börnum gleði, en þau voru að hans mati mikilvægustu áhorfendurnir,“  segir hún síðan og bætir við að þau fjölmörgu bréf og skilaboð sem Stefáni bárust hafi verið sönnun þess að honum tókst ætlunarverk sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“