fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Elín Kára: „Þú ert ekki að missa af neinu þó smakkir ekki allt sem er í boði“

Elín Kára
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Káradóttir heldur úti blogsíðu undir eigin nafni þar sem hún skrifar um jákvætt hugarfar, fjármál og lífstíl. Í þessum pistli fjallar hún um það hvernig maður tæklar þau tilefni sem upp koma á samat tíma og maður er í prógrammi hvað varðar næringu og hreyfingu.

Vikan strax búin?

Ég sem ætlaði að gera svo margt í þessari viku, var með svo mörg markmið í gangi sem ég ætlaði að klára og svo er vikan bara búin. Af hverju líða þær svona hratt? Mér líður eins og ég hafi ekkert gert alla þessa viku því ég var á handahlaupum við að láta allt ganga upp fyrir helgina. Svo kom helgin og hún flaug framhjá mér í brúðkaupsgleði og stuttri heimsókn fyrir austan.

Heilt yfir árið er sennilega hægt að telja meira en 150 tilefni til þess að gera vel við sig í mat og drykk. Hvernig ætlar manneskja í prógrammi að tækla öll þessi tilefni?

  • Þú getur mætt með nesti og verið hörð á því að þú ert með þitt eigið prógram og ætlar ekki að borða hvað sem er.
  • Þú getur borðað eins og þig listir og aðeins meira en það, því einhvern tímann verður maður nú að „njóta“ og „leyfa sér.“
  • Svo er hægt að fá sér passlega á diskinn af því sem er í boði, hætta þegar maður er saddur og láta þar við sitja (þó svo að maturinn hafi verið alveg æði).

Mér finnst þriðji kosturinn góður staður til að vera á; borða létt fyrri part dags, því maður er að fara í veislu seinna um kvöldið. Borða eðlilega í veislunni, þó svo að maturinn sé alveg geggjað góður og fyrir vikið getur þú smakkað allt sem þig langar í. Þetta getur verið ein leið til þess að finna innri ró gagnvart því að vera í prógrammi og samt taka þátt í öllum tilefnum lífsins. Svo er gott að muna að þú ert ekki að missa af neinu þó þú smakkir ekki allt sem er í boði í veislunni – slakaðu bara á, það kemur veisla aftur síðar.

Hver er staðan eftir viku sjö?

Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá er ég í sjálfskipuðu prógrammi sem ég kalla #10peppvikur. Þar sem ég hvet sjálfa mig áfram í átt að betra lífi, mjaka mér nær kjörþyngd og vera orkumeiri. Einhverjir eru að fylgjast með mér á Instagram og sjá hvað ég er að elda og bralla í kringum #10peppvikur.

Staðan eftir vikuna er svona:

Matarræði: Hefur gengið vel en ég hef þurft að minna mig á það nokkrum sinnum að borða með skynseminni en ekki hugsunarlaust. Þrátt fyrir að hafa mikið að gera og keyrandi ferðalag austur í Egilsstaði (2x 9 tíma ferðalag) þá gekk matarræðið vel. Á ferðalaginu var ég ótrúlega skynsöm og var ekki nartandi endalaust í einhverju en auðvitað fékk ég mér smá súkkulaði. Ég var frekar skynsöm alla vikuna í matarvali en fann fyrir því að ég leitaði í mat þegar upp komu erfiðleikar hjá mér. Sumir verða listarlausir í erfiðleikum – ég sæki í mat. Þar uppljóstrast enn einn veikleikinn minn sem ég þarf að horfast í augu við.

Hreyfing: Ég hreyfði mig ekkert. Labbaði í vinnuna tvisvar en ekkert meira en það. Annars var ég á fullu út um allt og þá er maður á hreyfingu þó svo að hún sé ekki markviss.

Ég ákvað að taka ekki með neinar ógurlegar íþróttatöskur í helgarferðina mína austur. Ég var að reyna taka sem minnstan farangur og ákvað að skilja allt íþróttadót eftir heima. Ég dauðsá eftir því, ég hafði tækifæri til að taka stutta æfingu alla dagana. Ég ákvað að fara ekki út að skokka á háum hælum þó svo að það hefði verið skemmtileg sjón fyrir vegfarendur.

Vellíðan:  Mér hefur oft liðið betur. Ég er sátt við það hvar ég stend í prógramminu mínu og það er á réttri leið. Lífið er samt ekki bara eitthvað prógram, það eru allskonar hindranir í lífinu sem maður þarf að díla við og leysa úr. Þessar hindranir geta truflað til dæmis prógram en ég er búin að vera æfa mig í því þessa vikuna að leyfa ekki utanaðkomandi hindrunum trufla mín markmið. Það gengur misjafnlega vel. Maður verður góður í því sem maður æfir sig í – með tímanum verð ég góð í því að leyfa ekki allskonar hindrunum sem ég ræð ekki við trufla líf mitt og prógröm framtíðarinnar.

Vigtin: -700 gr.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni