Föstudaginn 24 ágúst fer fram opnunarsýning sýningarraðinnar Sugar Wounds í Ármúla 7. Sýningin er fyrsti hluti í fjögurra sýninga röð þar sem ný sýning mun opna hvert föstudagskvöld á tímabilinu 24.08.18 – 16.09.18.
Fyrsta sýning í röðinni er samsýning allra átta listamannana sem standa að sýningunni og er verkunum ætlað að gefa vísbendingar um vinnuferli listamannana og veita innsýn í þau verk sem verða sýnd á næstu þremur sýningum í röð Sugar Wounds. Sýningin er alfarið skipulögð af listamönnunum sjálfum út frá samvinnu og samtali sem hefur átt sér stað yfir seinustu mánuði.
Listamennirnir leita innblásturs í gegnum sína eigin reynslu og skynjun á umhverfi sínu, og eru stjórnmál, ástarsambönd, samskipti kynjanna, sálfræði, dulspeki, neyslumenning og poppkúltúr meðal annars uppspretta í verkum þeirra. Í gegn um titilinn Sugar Wounds skapar hver listamaður súrsæt verk sem í samtali sín á milli mynda heim sem leitast við að ögra skilningarvitum og hugarheimi áhorfandans.
Listamenn:
Freyja Eilíf
Katrína Mogensen
Kristín Morthens
Nanna MBS
Nína Óskarsdóttir
Steinunn Gunnlaugsdóttir
Sunneva Ása Weisshappel
Hönnun og útlit:
Alexandra Baldursdóttir
Sugar Wounds röðin heldur svo áfram með eftirfarandi sýningum með opnunum hvert föstudagskvöld kl. 18.00.
31.08.18 – 02.09.18
Kristín Morthens og Nanna MBS
07.09.18 – 09.09.18
Freyja Eilíf, Katrína Mogensen og Nína Óskarsdóttir
14.09.18 – 16.09.18
Steinunn Gunnlaugsdóttir, Sunneva Ása Weisshappel