fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Tannlæknirinn sem tryllti netnotendur

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að lag Drake, In My Feeling, kom út birti grínistinn TheShiggyShow myndband af sér á Instagram þar sem hann dansaði við lagið. Þúsundir aðdáenda um heim allan hermdu eftir og birtu myndbönd af sér á samfélagsmiðlum að dansa Shiggy dansinn.

Doktor Rich Constantine sem starfar á Constantine tannlæknastofunni í Greenville í Suður Karólínu er einn af þeim. Tæplega 15 milljónir hafa horft á útgáfu hans, In My Fillings (Í fyllingunum mínum), síðan að myndbandinu var póstað á Facebook þann 23. júlí síðastliðinn. Um 26 þúsund athugasemdir eru við myndbandið, flest þeirra frá konum. Margar þeirra sögðust til í að henda öllu frá sér og ýmist flytja til Greenville, já eða í það minnsta brjóta í sér tönn og panta tíma hjá Constantine.

Aðrir sáu ástæðu til að minnast á hvað myndbandið væri góð markaðssetning, „Íbúafjöldi Greenville fer úr 65 þúsund í 1,65 milljón á innan við sólarhring,“ skrifar einn. Annar sér ástæðu til að gefa starfsmanni Constantine hrós: „Hann ætti einnig að sjá sóma sinn í að hækka laun starfsmannsins sem sér um samfélagsmiðla hans og gerði myndbandið „viral.“ Frægum á fimm tímum, vá!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn