Hugarfarsbreyting stuðlar að langtímaárangri
Það er hægt að komast í gott form án þess að eyða mörgum klukkustundum í ræktinni og það er hægt að æfa með áhrifaríkum hætti án þess að stíga fæti inn í lyftingasal eða eignast dýr tæki og tól. Sara Barðdal rekur fyrirtækið Hiitfit (linkur á heimasíðu)þar sem hún hjálpar konum á besta aldri, gjarnan önnum köfnum mæðrum, að stunda líkamsrækt og heilsusamlegt líferni til frambúðar. Veigamikill þáttur í starfi Söru er markviss vinna með hugarfar en það er einmitt sá þáttur sem oft stendur í vegi fyrir því að fólk þrói með sér heilbrigðan lífsstíl til lengri tíma.
Sara kynntist æfingakerfi sem hentar konum í dagsins önn
„Þetta er lotuþjálfun þar sem við erum að keyra púlsinn upp, tökum stuttar skorpur, stuttar æfingar. Þetta er fullkomið þegar maður er til dæmis með ung börn og það er mikið að gera,“ segir Sara, aðspurð um hvað felst í Hiitfit, en hún kynntist einmitt kerfinu þegar hún var í fæðingarorlofi heima með syni sínum fyrir tæpum fimm árum síðan.
Nafn fyrirtækis Söru, Hiitfit byggir á skammstöfuninni H.I.I.T. sem stendur fyrir High Intensity Interval Training. Flestar konur í þjálfun hjá Söru eru á aldrinum 25 til 40 ára og margar eru með ung börn á heimilinu auk þess að sinna krefjandi störfum. Það getur verið mjög erfitt fyrir fólk á þessum stað í lífinu að mæta mörgum sinnum í viku í líkamsræktarstöð. En H.I.I.T. kerfið hentar hvar sem er og þá ekki síst á heimilinu. Það krefst engra tækja heldur er unnið með eigin líkamsþyngd og rýmið. Og æfingatíminn er stuttur, aðeins 20 mínútur í senn.
„Þetta fléttast inn í daglegt líf og mér finnst svo mikilvægt að láta þetta allt vinna saman. Þó að maður sé kannski með tvö börn á heimilinu er ekki ástæða til að hætta að hugsa um sjálfa sig,“ segir Sara.
HIITFIT áskorun haldin í þriðja sinn
„Ég hef haldið heilsuáskorun tvisvar sinnum áður við mjög góðar undirtektir. Mörgum þykir mjög gaman að því að skora á sjálfan sig og prófa eitthvað nýtt, og mér finnst ótrúlega gaman að hvetja fólk til þess að taka heilsuna sína á næsta stig. Ég er svo lánsöm að geta unnið við það sem ég elska, að hjálpa konum að lifa heilbrigðara lífi, og mér finnst alveg nauðsynlegt að gefa eitthvað til baka með því að halda reglulega eitthvað sem allir geta nýtt sér ókeypis og hagnast af,“segir Sara, sem býður konum núna í þriðja sinn upp á heilsuáskorun.
„Mér finnst einnig skilaboðin vera svo mikilvæg sem ég er að standa fyrir og er þetta mjög góð leið til þess að koma þeim áfram. Ég fæ allt of oft að heyra frá svo mörgum konum hvað það hlýtur að vera erfitt að lifa svona heilbrigðum lífsstíl og að þær geti það aldrei. Mér þykir ótrúlega sorglegt að heyra svona, því það er alls ekki satt, það eru bara alltof margir að rugla saman „fitness lífsstíl“ við „heilbrigðan lífsstíl,“ þetta er bara alls ekki það sama og það er ekki skrítið að þetta vaxi í augum fyrir fólki, því boð, bönn og öfgar ganga ekki upp fyrir flesta.
Það er mín von að þetta verði upphafið að einhverju stærra hjá fólki, hvort sem það verður hjá mér eða ekki, að þetta vekji fólk til umhugsunar um hvað heilsan er mikilvæg og hvað við getum staðið okkur miklu betur í öllum hlutverkunum sem við erum í, hvort sem það er í starfi, heimavið, sem móðir, maki, vinur eða í hverju sem er. Heilsan kemur inn á allt í okkar lífi og ef við sinnum henni ekki, bitnar það á okkur sjálfum og umhverfinu okkar.
Í áskoruninni fá þátttakendur hljóðkennslu um markmiðasetningu og hvernig ég mæli með að byrja að setja sér markmið. Þar tala ég um af hverju flestir ná EKKI markmiðunum sínum og hvar fólk er að klikka. Þátttakendur fá verkefni til þess að fylla út í sem á að hjálpa þeim að setja sér betri markmið fyrir þá, hvaða gildrur þeir eiga að forðast og hvernig þeir geti náð þessari framtíðarsýn sem er alveg nauðsynlegt að hafa til þess að ná árangri til lengri tíma litið. Þannig er ég í rauninni að hvetja fólk til þess að horfa aðeins fram í tímann en einnig að brjóta þessa sýn niður í minni skref.
Markmiðið er að sjálfsögðu alltaf að reyna að hafa jákvæð áhrif hjá fólki, hvetja það til þess að horfa með nýjum augum á heilbrigðan lífsstíl og breyta hugsun þess frá því að þetta sé eitthvað sem er erfitt yfir í eitthvað sem það njóta þess að gera.
Allir þátttakendur fá aðgang að eigin heimasvæði þar sem þeir finna öll gögnin sín. Innifalið í áskoruninni er plan með snöggum heimaæfingum sem hægt er að gera hvar sem er á innan við 30 mínútum. Hljóðkennsla um markmiðasetningu ásamt skriflegu verkefni til að fylla út. Það verður skemmtileg salatáskorun í samstarfi við Local, þar sem við skorum á fólk að borða eitt salat á dag yfir þessa 10 daga. Local mun bjóða upp á HIITFIT salat sem ég setti saman og fá þátttakendur 15% afslátt af því salati yfir áskorunartímann. Það munu líka fylgja nokkrar af mínum uppáhalds uppskriftum með. Það verður einnig mikið af fræðslu og hvatningu í gegnum lokaðan Facebook hóp og tölvupóst, ásamt spennandi Instagram leik þar sem þátttakendur geta unnið glæsileg verðlaun frá samstarfsfyrirtækjum okkar yfir áskorunina og tækifæri á ókeypis þjálfun. Þannig að það verður nóg um að vera og til mikils að vinna.“
Hvert er markmiðið með áskoruninni?
„Að miðla þessum heilsuboðskap sem skiptir mig svo miklu máli til sem flestra. Ég hef upplifað það sjálf í gegnum veikindi hjá móðir minni og fleiri nákomnum hvað það er sárt að vakna upp einn daginn og heimurinn hefur snúist við vegna þess að heilsan er farin, og allt of oft getur verið erfitt að snúa því við. Ég vil því gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að huga vel að líkama og sál og vinna allt það forvarnarstarf sem ég get fyrir sjálfa mig og aðra.“
Ég hef nú þegar fengið frábærar viðtökur frá mínum fylgjendum og ég vonast til að sjá ennþá fleiri taka þátt með okkur. Þú hefur í rauninni engu að tapa, en til svo mikils að vinna ef þú tekur skrefin sem ég mæli með. Ég hef sett áskorunina þannig upp að ef hún er tekin alla leið mun fólk finna mun á orku og líðan eftir nokkra daga, ég elska að sjá og heyra frá upplifunum fyrri þátttakanda og hvernig þau tala um að þetta hafi verið upphafið að þeirra ferðalagi. Ég er mjög spennt fyrir þessari áskorun og hlakka mikið til að byrja.“
HIITFIT áskorun hefst 17 ágúst og getur þú tryggt þér sæti hér.