Empwr peysan er hönnuð bæði fyrir börn og fullorðna og í ár er hún pastelbleik á lit. Allur ágóði af sölu á peysunum rennur til neyðarathvarfs UN Women fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess.
Empwr stendur fyrir þá valdeflingu og kraft sem Róhingjakonur hljóta í neyðarathvarfi UN Women í þessum erfiðu aðstæðum.
Pipar\TBWA og Elísabet Davíðsdóttir ljósmyndari gáfu ómetanlega vinnu sína við undirbúning átaksins en Sissa lánaði stúdíó. Auk þess gaf leikstýran Katla Sólnes vinnu sína við gerð myndbands herferðarinnar.
Á fimmtudag fer fram á Jamie‘s Italian þar sem myndband herferðarinnar verður frumsýnt, sjá viðburð á Facebook hér.