fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fókus

Einstök eign í miðbænum – Hús með karakter

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignasalan Trausti auglýsir til sölu einstaka eign að Njarðargötu 9 í miðbæ Reykjavíkur. Húsið er í eigu listakonunnar Bergljótar Gunnarsdóttur og hefur hún svo sannarlega nostrað við húsið og sett sinn karakter á það. Bergljót hannar sem dæmi mynstur flísa á gólfi, veggjum og eldhús- og baðinnréttingum.

Fallegur handmálaður stigi er á milli mið- og efri hæðar, margir gluggar eru með lituðum glerjum að hluta ásamt því að útidyrahurð, hurð inn í stofu og hurð út á pall eru með glerlistaverkum hönnuðum af eigandanum.

Bitar eru í lofti á miðhæð og panell á mörgum veggjum. Pallur er yfirbyggður að hluta, stór og gróinn garður, hlaðið útigrill er í garði og innkeyrsla er við húsið.
Húsið er 182 fm, aukaíbúð í kjallara, stór pallur og gróinn garður, svo sannarlega perla í hjarta miðbæjarins.

Finna má frekari upplýsingar um eignina hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“