fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Einar Darri lést í rúmi sínu aðeins 18 ára gamall – „Að jarða ungan dreng er eitthvað sem ég vil ekki að neinn upplifi“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 25 ungmenni hafa látist í ár vegna eiturlyfjaneyslu samkvæmt upplýsingum frá Landlækni, neyslumynstur ungmenna er að breytast og auðvelt er fyrir ungmenni að ná sér í lyf og fíkniefni í gegnum samfélagsmiðla og snjallsíma. Staðalímyndin um hinn dæmigerða fíkniefnaneytanda er líka breytt, auk þess sem leitarbeiðnir og nauðungarvistun barna og unglinga í vanda er að aukast.

Blaðamaður DV ræddi við mæður barna sem fallin eru frá langt fyrir aldur fram vegna neyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum, móður ungs manns sem fannst látinn eftir að hafa verið neitað um hjálp á geðdeild, bróður ungs manns sem framdi sjálfsvíg eftir langvarandi neyslu, og Guðmund Fylkisson lögreglumann sem finnur „Týndu börnin“ og færir þau heim.

Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu þann 25. maí síðastliðinn eftir neyslu róandi lyfja, hann var aðeins 18 ára, fæddur 10. febrúar 2000.

Andlát hans var reiðarslag fyrir fjölskylduna og kom þeim í opna skjöldu. Nokkrum dögum síðar kom í ljós að Einar Daddi hafi fiktað við notkun lyfja í stuttan tíma, en hafði greiðan aðgang að róandi lyfjum og verkjalyfjum í gegnum netið.

„Ég veit líka að alltaf þegar verður gleðidagur hjá mér, þá mun hann verða smá sorgardagur um leið. Eins og þegar ég gifti mig, eignast börn, ég hef alltaf séð Einar sem hluta af því. Ég mun gráta af því að hann er ekki með, en ég verð bara að leyfa því að gerast því ég mun alltaf sakna Einars. Ef ég loka alveg á sorgina þá er ég hrædd um að góðu minningarnar fari líka og ég vil frekar eiga slæma daga af og til, en að loka á minningarnar. Maður býst ekki við að einhver svona ungur muni deyja,“ segir Aníta Rún, systir Einars Darra í viðtali við DV í júlí síðastliðnum.

„Að jarða ungan dreng er eitthvað sem ég vil ekki að neinn upplifi,“ segir Óskar Vídalín, faðir Einars Darra og Anítu Rúnar. „Við höfum fengið mikinn stuðning frá fjölda fólks sem við þekkjum ekkert og frá fjölskyldu og vinum, það er ómetanlegt. Maður er snortinn yfir viðbrögðunum og allir eru tilbúnir til að leggja sig af mörkum, það er bara frábært.

Fjölskylda og vinir Einars Darra hafa stofnað minningarsjóð í hans nafni sem ætlaður er fyrir ungmenni í fíknivanda.

Aðstandendur ungmennanna sem fallið hafa frá langt fyrir aldur fram hafa valið að koma fram með myndir og sögur ástvina sinna, til að sýna að þau eru ekki bara tölur á blaði, heldur ungt og fallegt fólk sem var elskað af fjölskyldu og vinum. Mörg þeirra leituðu sér hjálpar sem ekki var í boði, sum eiga neyslusögu að baki meðan önnur fiktuðu bara einu sinni. Margir eiga um sárt að binda eftir andlát þeirra, en vilja eigi að síður koma fram opinberlega til að standa saman með öðrum aðstandendum, opna umræðuna og halda henni vakandi og knýja á um breytingar í fræðslu, forvörnum og meðferðarúrræðum.

Sjá einnig:  Lyfin hefðu sigrað hefði hann ekki svipt sig lífi.

Sjá einnig: Dóttir Kristínar lést langt fyrir aldur fram – Upplifði fordóma annarra hjá sjálfri sér.

Sjá einnig: Féll aftur sama kvöld og vinkona hennar fyrirfór sér á Vogi.

Sjá einnig: Kom alls staðar að lokuðum dyrum þegar hann leitaði sér hjálpar.

Sjá einnig: Einar Darri var aðeins 18 ára þegar hann lést – „Við eigum öll bara eitt líf“ – Fyrsta forvarnaverkefnið í minningu Einars Darra.

Sjá einnig: Samhugur og samstaða er styrkur í sorginni eftir andlát Einars Darra – Hálf tafla skildi milli lífs og dauða – „Við verðum að læra að lifa með sorginni, hvernig sem við gerum það.“

Sjá einnig: „Ein pilla getur valdið sársauka í mörg ár – Ég vildi að ég hefði getað veitt vinum mínum hjálpina sem þeir þurftu, núna er það of seint“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið