fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Elín Kára: „Get over yourself, reimdu á þig skóna og drattastu út að gera eitthvað – bara eitthvað“

Elín Kára
Sunnudaginn 12. ágúst 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Káradóttir heldur úti blogsíðu undir eigin nafni þar sem hún skrifar um jákvætt hugarfar, fjármál og lífstíl. Í þessum pistli fjallar hún um hvort að vigtin hreyfist ekki og hvort hún eigi ekki bara að sleppa þessu heilsubrölti.

Jú þetta virkar!

„Þetta virkar ekkert! Ég gæti alveg eins hætt núna. Vigtin fer ekkert niður og ég gæti alveg eins sleppt þessu öllu. „Fimm vikur liðnar af sjálfskipaða prógramminu mínu og óþolinmæðin fékk að banka upp á. Skoðum aðeins hvar ég er stödd.

Þetta virkar ekkert– jú, þetta virkar, því frá því að ég byrjaði þá er ég búin að losa mig við 0,3 kg á viku að meðaltali. Það er mjög gott. Það þýðir að ef ég held þessu tempói áfram út árið þá fer ég niður um 6 kg. Þannig að þetta virkar! Gæti ég gert meira – já svo sannarlega.

Ég gæti alveg eins hætt núna– okay, og hvað ætlaru að gera í staðinn?? Borða mat sem þér líður ekki vel af? Sleppa því að fara í gönguferðir sem þú hefur gaman að? Það væri ótrúlega heimskulegt að hætta því þannig myndi ég gulltryggja að markmiðið mitt næst ekki. Ofan á það myndi ég ekki fara eftir lífsgildum mínum ef ég myndi „hætta.“

Vigtin fer ekkert niður– JÚ víst! Kannski ekki eins hratt og þú vildir í byrjun. Þú ert samt að uppskera nákvæmlega í takti við það sem þú leggur í þetta. Ef ég væri að hreyfa mig á HVERJUM degi í 30 mín (eins og landlæknir mælir með) þá væri þetta meira þyngdartap. Ef ég myndi borða orkuefnin þrjú (prótein, kolvetni og fita) í réttu magni miðað við mína þyngd og markmið – þá væri líka meira þyngdartap.

Ég gæti alveg eins sleppt þessu öllu– aftur: og gera hvað í staðinn?? Get over yourself, reimdu á þig skóna og drattastu út að gera eitthvað – bara eitthvað! Þegar þetta erfiða tímabil er búið þá mun ég verða fegin því að hafa drullast út.

Hver er staðan eftir viku fimm?

Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá er ég í sjálfskipuðu prógrammi sem ég kalla #10peppvikur. Þar sem ég hvet sjálfa mig áfram í átt að betra lífi, mjaka mér nær kjörþyngd og vera orkumeiri. Einhverjir eru að fylgjast með mér á Instagram og sjá hvað ég er að elda og bralla í kringum #10peppvikur.

Staðan eftir vikuna er svona:

Matarræði:Hefur verið ágætt – mætti alveg vera betra. Ég er með svona aðra hverja máltíð mjög góða. Ein góð og svo kemur næsta sem er ekkert sérstök. Ég ætla að setja mér markmið um að nota MyfitnessPal appið meira – það er mjög gott að nota það annað slagið til að æfa augun og næra sig betur í leiðinni. Ég er gúrme sælkeri og hef svo gaman að því að elda mat, þannig að þetta verður langhlaup að koma þessum málum í rétt horf. Af fullum áhuga held ég þeirri vegferð áfram.

Hreyfing:Ég er öll að peppast upp. Afsökunin „ég hef ekki tíma“ kemur stundum. En til þess að jarða hana strax í fæðingu þá byrja ég daginn á æfingu sem tekur sirka 11-12 mínútur. Ekki mikið – en klárlega betra en ekki neitt. Ég svitna helling og mér líður svo vel eftir hana. Ég hlakka til þegar ég fer að taka lengri æfingar – er ekki alveg komin þangað en mun komast á þann stað með þessu áframhaldi.

Þriðjudagsæfing: 1 klst í gönguferð.

Laugardagsæfing: 1 mín magaæfingar, 1 mín armbeygjur, 1 mín hnébeygjur, 1 km skokk/hlaup. Bæting í öllu.

Sunnudagsæfing: 1 mín hnébeygjur, 1 mín ketilbjöllu swing, 1 mín magaæfingar, 1 km skokk/hlaup (55 sek bæting á þessum 1 km).

Vellíðan: Ég er búin að vera hlusta á góð podcöst þegar gefst tækifæri til. Þau eru að gera svo mikið fyrir mig. Það er nauðsynlegt að hlusta á eitthvað uppbyggilegt og nærandi fyrir sálina alveg eins og að lesa gott efni. Mér líður svo ljómandi vel. Gæti örugglega verið betri en er samt svo hress.

Vigtin: +200 gr.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni