fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

 Lyfin hefðu sigrað hefði hann ekki svipt sig lífi

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 11. ágúst 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 25 ungmenni hafa látist í ár vegna eiturlyfjaneyslu samkvæmt upplýsingum frá Landlækni, neyslumynstur ungmenna er að breytast og auðvelt er fyrir ungmenni að ná sér í lyf og fíkniefni í gegnum samfélagsmiðla og snjallsíma. Staðalímyndin um hinn dæmigerða fíkniefnaneytanda er líka breytt, auk þess sem leitarbeiðnir og nauðungarvistun barna og unglinga í vanda er að aukast.

Blaðamaður DV ræddi við mæður barna sem fallin eru frá langt fyrir aldur fram vegna neyslu á lyfseðilsskyldum lyfjum, móður ungs manns sem fannst látinn eftir að hafa verið neitað um hjálp á geðdeild, bróður ungs manns sem framdi sjálfsvíg eftir langvarandi neyslu, og Guðmund Fylkisson lögreglumann sem finnur „Týndu börnin“ og færir þau heim.

Þetta er brot úr stærri umfjöllun í DV.

Steindór Smári Sveinsson 03.08.1986–13.06.2018 „Þá er síðasta kafla í lífi bróður míns lokið. Hann var jarðsunginn í dag umkringdur fjölskyldu og vinum. Athöfnin var afburða falleg rétt eins og drengurinn sem við kvöddum í hinsta sinn. Þakkir til allra sem sáu sér fært að kveðja hann með okkur.“ Daníel Örn Sigurðsson, bróðir Steindórs Smára.

„Það er sorglegt að eins mikill fíkill og bróðir minn var að hann var mjög góð manneskja. Hann stal aldrei frá fjölskyldu eða vinum og það eru margir sem lifa góðu lífi í dag, sem voru fíklar en hann náði að aðstoða úr neyslu. Hann vissi hvernig átti að gera þetta, en þráhyggjan var svo mikil að hann náði ekki að bjarga sjálfum sér, þótt hann hafi bjargað mörgum öðrum,“ segir Daníel Örn Sigurðsson, bróðir Steindórs Smára Sveinssonar, sem svipti sig lífi í júní eftir langvarandi neyslu, þar á meðal á lyfseðilsskyldum lyfjum.

Steindór Smári byrjaði í neyslu 14 ára gamall, var kominn í harða sprautuneyslu tvítugur og náði sér aldrei úr neyslunni. „Hann var edrú af og til í einhverja mánuði, en það dugði aldrei. Þetta stóð og féll með honum og því miður féll þetta með honum á endanum,“ en eftir að hafa neytt mikils magns fíkniefna fór Steindór Smári og hengdi sig í bílakjallara. „Hengingin var afleiðingin, en lyfin voru orsökin. Hann sprautaði sig með öllu sem hann komst í. Lyfin hefðu sigrað hefði hann ekki svipt sig lífi.“

Daníel Örn gerði myndband í tilefni þess að Steindór Smári átti afmæli og tengdi það forvarnarátaki fjölskyldu Einars Darra Óskarssonar, Ég á bara eitt líf. „Ég veit að þetta er eitthvað sem Steindór Smári hefði viljað, að hans dauði yrði ekki til einskis. Að hann myndi hafa einhver áhrif á aðra. Mér finnst dauði hans ekkert tabú. Það til dæmis kemur aldrei fram í dánartilkynningum ef einhver deyr vegna baráttu við fíkniefni eða vegna sjálfsvígs. Það þarf að tala um þessi mál opinberlega. Það eykur skilning fólks og er aukin forvörn og fræðsla.“

Aðstandendur ungmennanna sem fallið hafa frá langt fyrir aldur fram hafa valið að koma fram með myndir og sögur ástvina sinna, til að sýna að þau eru ekki bara tölur á blaði, heldur ungt og fallegt fólk sem var elskað af fjölskyldu og vinum. Mörg þeirra leituðu sér hjálpar sem ekki var í boði, sum eiga neyslusögu að baki meðan önnur fiktuðu bara einu sinni. Margir eiga um sárt að binda eftir andlát þeirra, en vilja eigi að síður koma fram opinberlega til að standa saman með öðrum aðstandendum, opna umræðuna og halda henni vakandi og knýja á um breytingar í fræðslu, forvörnum og meðferðarúrræðum.

Sjá einnig: Dóttir Kristínar lést langt fyrir aldur fram – Upplifði fordóma annarra hjá sjálfri sér.

Sjá einnig: Féll aftur sama kvöld og vinkona hennar fyrirfór sér á Vogi.

Sjá einnig: Kom alls staðar að lokuðum dyrum þegar hann leitaði sér hjálpar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna