fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Hrókurinn með hátíð til minningar um Gerdu Vilholm heiðursfélaga Hróksins

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. ágúst 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardag sló Hrókurinn upp allsherjarveislu í félagsheimilinu í Tasiilaq á Grænlandi til að minnast Gerdu Vilholm, máttarstólpa barnanna í bænum og heiðursfélaga Hróksins.

Justus Hansen þingmaður og Hróksliði flutti fallega tölu við setningu hátíðarinnar, ásamt Anna Kuitse sem er í stjórn Rauða krossins í bænum.

Hrafn Jökulsson telfdi við tugi heimamanna á öllum aldri og Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir töfruðu alla upp úr skónum með tónum sínum.

Allir fengu verðlaun, en bikarinn hlaut hin 10 ára gamla Anitse Kuitse, sem sat ein eftir þegar öðrum skákum var lokið.

Í gær heimsóttu Hróksliðar síðan Pitu-heimilið og færðu börnunum glaðning, auk þess að funda með stjórnarfólki Rauða krossins í Tasiilaq.

Anitse sat ein eftir þegar öðrum skákum var lokið og taldist þar með aðalsigurvegari hátíðar þar sem allir voru sigurvegarar.
Hamingjunnar bros í Tasiilaq, höfuðstað Austur-Grænlands.
Þessi ört gránandi kall mátti hafa sig allan við gegn glaðbeittri sveit heimamanna!
Þungir þankar — en reyndar stutt í næsta bros.
Svona býr maður sig undir skákmót! Og fer svo heim með bikarinn.
Gull og meira gull!
Útitafl í Tasiilaq, sem er meðal fegurri staða á jörðu hér.
Tónsnillingar á torginu í Tasiilaq töfra fram tóna — hvað eru mörg t í því?
Hugsað djúpt und heitri sól.
Iddimanngiiu Jensen Bianco hefur komið alla leið á Krossnes, ásamt sinni góðu fjölskyldu. Hún er dótti rHarald Bianco sem verið hefur máttarstólpi Hróksins á Austur-Grænlandi frá upphafi. Hann er jafnframt fyrrverandi þingmaður og skólastjóri. Dóttir hans — hér í góðum félagsskap Jónasar og Birkis — hefur líka setið á grænlenska þinginu en stýrir nú ferðamálum á Austur-Grænlandi, og var ómetanleg hjálparhella við undirbúning hátíðarinnar.
Meistari Larsen hefur tekið þátt í starfi Hróksins í Tasiilaq frá upphafi, 2004. Ófáar stundir hefur hann með öðrum Hróksliðum í skólanum hér í Tasiilaq. Nú er hann sestur í helgan stein, en fylgist vökulum augum með ungu kynslóðinni að tafli. Ég beitti að sjálfsögðu danska gambítnum gegn mínum vini Larsen.
Hringsnúist á milli leikja!
Eina myndin sem ég hef náð af Birki með áhyggjusvip, síðan hundasleða-unglingarnir í Kulusuk reyndu að éta hann. — Hann vissi það ekki í gærmorgun, en nú er hann LÍKA kominn í skákkennaradeildina.
Skákhöll Hróksins í Tasiilaq. Þegar við komum fyrst í bæinn árið 2004 var okkar fyrsta verk að fara í kaupfélagið og kaupa málningu. Svo máluðum við húsið að innanverðu, og meistari Róbert stjórnaði best heppnuðu gólfhreinsun sem ég hef séð, meðan börnin stóðu fyrir stórfelldu hreinsunarátaki umhverfis félagsheimilið. Nú er annar bragur á Tasiilaq, og félagsheimilið glansar ytra sem innra. Hér er reyndar allt á uppleið á öllum sviðum, hjá okkar dásamlegu nágrönnum, sem láta verkin tala á sinn hljóðláta hátt — og allajafna með bros á vör. Grænlands bíður björt framtíð.
Birkir Blær saxar alla í spað með tónum og töfrum.
Hvítur í stórsókn!

Myndir og myndatextar: Hrafn Jökulsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“