fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Erna Kristín lét lokkana fjúka aftur – Hleypur fyrir Unicef í Reykjavíkurmaraþoninu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. ágúst 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín Stefánsdóttir, hönnuður, snappari og guðfræðingur birti mynd af sér á Instagram í gær, þar sem sjá má að hún hefur látið fallegu ljósu lokkana hverfa og krúnurakað sig.

„Krúnurakaði mig í dag. Hello FREEDOM,“ segir Erna Kristín, þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hún krúnurakar sig því hún gerði það einnig árið 2012, þegar hún stóð að söfnun fyrir börn í Kenya. Safnaði hún þá yfir 600 þúsund krónum.

Árið 2016 ákvað hún að endurtaka leikinn og hét því að raka hárið af sér aftur ef hún næði að safna 2 milljónum króna. Erna Kristín fékk þó að halda hárinu, því það voru 1.700.000 kr. sem söfnuðust þá.

„Núna var ekkert tilefni nema fyrir mig sjálfa,“ segir Erna Kristín og bætir við að það virðist erfiðara að gera eitthvað þegar það er fyrir mann sjálfan. Árið 2012 hafi þetta verið svo sjálfsagt.

https://www.instagram.com/p/BmEwKvTnMB5/?taken-by=ernuland

Erna Kristín, sem gekk að eiga unnustann, Bassa Ólafsson, tónlistarmann og trommuleikara í Kiriyama Family, á Ítalíu þann 18. júlí síðastliðinn, er þó alls ekki hætt að láta gott af sér leiða, þó að lokkarnir hafi í þetta sinn ekki fengið að fjúka fyrir neinn málstað.

Hún og sonur hennar ætla að hlaupa skemmtiskokk í Reykjavíkurmaraþoninu þann 18. ágúst næstkomandi fyrir Unicef.

„Við Leon ætlum að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fyrir börnin í Jemen og ástæðan er þessi :Á tíu mínútna fresti deyr barn í Jemen af orsökum sem hægt væri að fyrirbyggja.

Meira en 11 milljónir barna í Jemen þurfa á lífsnauðsynlegri hjálp að halda. Það
er nánast hvert einasta barn í landinu! Endilega leggið þeim lið með því að heita á okkur mæðgin.“

Heita má á þau mæðgin hér.

Hægt er að fylgjast með Ernu á Instagram undir notandanafninu: Ernuland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans