fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

„Ein pilla getur valdið sársauka í mörg ár – Ég vildi að ég hefði getað veitt vinum mínum hjálpina sem þeir þurftu, núna er það of seint“

Babl.is
Mánudaginn 6. ágúst 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Sigurður Sívertsen eða Siggó eins og hann er kallaður var að gefa út lag sem ber titilinn Ég á bara eitt líf. Lagið samdi hann í minningu tveggja vina sinna sem látist hafa á þessu ári.

Á vefsíðunni Babl.is segir Siggó frá tilurð lagsins og vinunum tveimur sem hann hefur misst á árinu vegna misnotkunar á lyfjum.

Eftir að hafa misst Ísak Breka, einn af bestu vinum sínum af völdum lyfjaneyslu í janúar þá lýsir Sigurður því að allt hafi skyndilega breyst. Hann hafði ekki gert sér grein fyrir því að neyslan sem hann og vinir hans voru í gæti verið lífshættuleg og hætti sjálfur að nota fíkniefni í kjölfarið.

„Sársaukinn er ólýsanlegur, ég byrjaði að taka mig í gegn eftir að Ísak dó. Mér var samt ekki boðið neinskonar áfallahjálp,“ segir Siggó, en hann segir að hann hefði nýtt sér hana ef hún hefði staðið honum til boða.

Nokkrum mánuðum seinna, í lok maí lést vinur hans Einar Darri vegna misnotkunar á lyfjum.

Krakkar vita ekkert hvað þeir eru að koma sér út í með þessar pillur og virðast ekki gera sér grein fyrir því að þeir eru að leika sér að eldi í hvert skipti sem þeir eru að taka þær inn. Aðeins of mikið, bara pínu, getur drepið þig. Ég vissi það ekki sjálfur.

Ég er búinn að kveðja tvo mjög góða vini út af ofneyslu lyfja. Þetta þarf að stoppa. Krakkar eru ekki einu sinni orðnir tvítugir og eru að deyja úr ofneyslu.

Nú þarf lögreglan að fara að grípa í taumana og herða lög í kringum sölu og dreifingu fíkniefna.

Siggó segir að hann vildi óska þess að hann hefði getað veitt bæði Einari og Ísaki hjálpina sem þeir þurftu á að halda, en núna væri það of seint.

Ég gerði mér ekki grein fyrir því að vinir mínir væru í lífshættu. Ég vildi óska þess að ég gæti fengið allavega einn dag í viðbót með þeim.

Ég á bara eitt líf er tilvitnun í áletranir á fatnaði og armböndum sem Minningarsjóður Einars Darra er að selja eða dreifa með þeim tilgangi að minna fólk á að lífið er dýrmætt og hugsa sig tvisvar um áður en það fer illa með það, með lyfjaneyslu eða annarskonar fíkniefnaneyslu.

,,Lagið Ég á bara eitt líf fjallar um að við lifum og deyjum og maður á að reyna að lifa lífinu eins vel og maður getur. Við eigum bara eitt líf og maður verður að passa sig. Maður veit aldrei hvað er í þessum pillum. Ein pilla getur drepið þig. Ein pilla getur látið fjölskyldu og vini þína þjást í mörg ár.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna