Góðar símahrekkir eru tegund af gríni sem enn lifir góðu lífi en það er fátt sem jafnast á við vel heppnaðan símahrekk. Útvarpsmenn hér á landi hafa stundað það að hrekkja fólk símleiðis í mörg ár en segja má að þeir Simmi og Jói séu fremstir þegar kemur að góðum hrekk í gegnum síma.
Strákarnir í FM95blö eiga einnig nokkra góða sem og Pétur Jóhann Sigfússon. Í ljósi þess að það er föstudagur og fjölmargir landsmenn á leiðinni í gott frí þá tókum við saman sjö bestu símahrekki Íslandssögunnar, í engri sérstakri röð. Gjörið þið svo vel.