fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Þórhildur bjargaði mannslífi – Hvetur alla til að kynna sér einkenni drukknunar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 2. ágúst 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Ólafsdóttir var stödd í Nauthólsvík á þriðjudag ásamt Kristjáni kærasta sínum, barni þeirra og tveimur öðrum börnum. Voru þau öll í sjóinn, nema Þórhildur sem sat og fylgdist með umhverfinu. Þegar hún sá strandvörðinn bregða sér frá ákvað hún að renna augum yfir sjósvæðið og fylgjast með fólkinu sem þar var.

„Eftir að vinur minn póstaði grein á Facebook um drukknungareinkenni fór ég að kynna mér málið og horfði á myndbönd á YouTube, sem eru hluti af þjálfun hjá skólum erlendis: Spottar þú manneskjuna sem er að drukkna?“ Ég horfði á myndbönd og þar var manneskja að busla, og ég taldi það vera manneskjuna sem átti að vera að drukkna, en þá var það annar einstaklingur út í horni,“ segir Þórhildur.

„Strandvörðurinn brá sér frá og ég fór að hugsa, „hvað gerist ef hann fer frá?,“ þarna verður einhver að vera alltaf.“

Ekki leið á löngu þar til ein stúlka náði athygli Þórhildar. Sá hún að stúlkan var með höfuðið rétt fyrir ofan vatnsyfirborðið og buslaði höndunum í vatninu. „Ég rauk úr pottinum og kallaði til Kristjáns að athuga með hana og brást hann strax við. Rétt í því náði stúlkan að kreista upp óp áður en hún fór á kaf.

„Ég sá strax að þetta hafði verið rétt hjá mér og hljóp út í og tók á móti henni. Stúlkan náði varla andanum og hóstaði og skalf. Þegar ég tók utan um hana fann ég hversu miklu sjokki og hversu hrædd stúlkan var. Það liðu nokkrar mínútur þar til hún gat komið upp orði og sagt mér hvað hefði gerst. Þá kom í ljós að hún var ekki íslensk, var þarna ein og var ósynd.

Hún hafði verið á svæði í vatninu þar sem hún hafði náð til botns en svo dýpkaði vatnið skyndilega þegar hún fór yfir einhvern hyl. Þegar hún náði ekki til botns, verandi ósynd, panikkaði hún og hóf að reyna að bjarga sér með tilheyrandi einkennum

Ég hélt fyrst að hún hefði verið 14-15 ára, en svo velti ég fyrir mér þar sem hún var ein að hún væri kannski aðeins eldri.

Ég veit ekki hvað varð um hana, hún var eftir sig eftir þetta. Var frekar skelkuð og náði ekki andanum. Ég held að hún hafi bara farið upp úr. Ég fór að tala við hana fullt á íslensku, svo kom í ljós að hún skildi ekkert það sem ég sagði, þannig að ég fór að tala við hana á ensku.

Segir Þórhildur að hún hafði skrifað færslu á Facebook um atvikið til að benda á að við þurfum öll að vera vakandi fyrir þessum einkennum og eins til að benda á hvort að það sé nægileg þjálfun í gangi þannig að strandverðir viti hverju þeir þurfi að líta eftir.

„Það er mannlegt eðli að ef maður labbar alltaf sama hringinn, þá fer maður að missa athyglina,“ segir Þórhildur. „Strandvörðurinn stóð upp á þar sem eru klettar báðu megin og ég hugsaði hvað myndi hann gera ef hann sæi einhvern, hann er fullklæddur með talstöð á sér og fleira. Það vantar turn á sandinum sjálfum eins og er á ströndum erlendis þannig að hann geit bara hlaupið strax af stað. Hinir verðirnir voru upp við hús og voru ekkert að sjá þetta í þessari fjarlægð.“

Þetta getur komið fyrir alla og gott að við séum öll meðvituð um þessa hættu,“ segir Þórhildur. Jafnframt bendir hún á að þetta sé gott að hafa í huga með auknum fjölda ferðamanna. „Allir íslendingar fara í skóalsund og við gerum okkur ekki grein fyrir að margir ferðamenn sem hingað koma eru ekki syndir, eins og stúlkan sem ég bjargaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set