fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Maggi Peran fór í umdeilda aðgerð og missti 60 kíló

Óðinn Svan Óðinsson
Sunnudaginn 29. júlí 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Guðmundsson eða Maggi Peran eins og hann kallar sig hefur átt í hatrömmu stríði við offitu allt frá því hann man eftir sér. Magnús, sem er búsettur á Selfossi, byrjaði ungur að gera tilraunir til að grenna sig og hefur að eigin sögn verið á misheppnuðum megrunarkúr nær allt sitt líf. Hann náði botninum fyrir tæpu ári en þá ákvað hann eftir enn einn misheppnaðan megrunarkúr að leita sér hjálpar. Hann viðurkenndi ást sína á unnum kjötvörum og hitaeiningaríku sætmeti og pantaði sér tíma hjá Auðuni Sigurðssyni lækni. Skömmu síðar lagðist hann undir hnífinn í aðgerð sem kallast magaermi. Aðgerðin er nokkuð umdeild enda hafa sex einstaklingar látið lífið eftir að hafa undirgengist aðgerðir hjá Auðuni, fjórir á Bretlandi og tveir á Íslandi. Allt gekk þó að óskum hjá Magga og aðgerðin átti eftir að breyta lífi hans.

Ljósmynd: DV/Hanna

Sendur í megrun af skólahjúkrunarfræðingi

Eins og áður segir hefur Maggi barist við aukakílóin frá barnsaldri. „Ég man að ég var sendur í megrun af skólahjúkrunarfræðingnum í Fellaskóla ásamt félaga mínum. Við áttum að fara í göngutúra og borða hollan mat. Við nestuðum okkur upp með fransbrauðssamlokum með hnetusmjöri og sultu. Gengum úr Fellahverfinu upp í Hólagarð þar sem við stálum nammi og tyggjói, fórum með góssið niður í Elliðaárdal, þar sem nestið og þýfið var étið. Svo skildum við ekkert af hverju megrunarkúrinn virkaði ekki,“ segir Maggi kíminn.

Árin liðu en það var ekki fyrr en eftir fermingu sem síga fór á ógæfuhliðina fyrir alvöru. „Þegar ég fermdist hafði ég stækkað hratt og samsvaraði mér vel. Var 180 sentimetrar og 86 kíló en hætti þá að stækka – nema þá á þverveginn. Frá þeirri stundu fór ég að fitna á miklum hraða,“ segir Maggi.

Hann segir vigtina hafa sveiflast töluvert í takt við hjúskaparstöðu. „Á þessum tíma var ég í sambandi en eftir að því lauk þá létti ég mig, allt þar til ég fann mér nýja kærustu en þá tók það sama við. Vigtin reis og fyrir tvítugt var ég kominn yfir 130 kíló. Eftir að þessu fimm ára sambandi lauk var ég bugaður. Mér fannst ég svo feitur og ljótur að ég var viss um að engin kona mundi líta við mér. Ég tók út allt nammi og gos og náði að léttast um 25 kíló og þá fann ég ástina. Hvað gerðist þá? Jú, gamla ofætan fór að verðlauna sig fyrir frábæra frammistöðu með því að borða. Hafa kósíkvöld með nýju ástinni. Kósíkvöldunum fór svo að fjölga, og á endanum voru þessi kvöld orðin samfelld veisla í marga mánuði. Nammi, pítsur, snakk, ídýfur og eðlur voru ekki bara munaður sem ég leyfði mér um helgar – heldur alla daga.“

Nánar er rætt við Magnús í helgarblaði DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart