fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Sjáðu myndbandið þegar Bjarni Ben þakkaði heilbrigðisstarfsfólki fyrir að bjarga lífi eiginkonu og barns

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 5. júlí 2018 17:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef dugandi fólks og lækna hefði ekki notið við á Landspítalanum hefði ég getað misst bæði konu og barn fyrir ári síðan.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2013. Rétt rúmu ári áður var eiginkona hans og barn þeirra hjóna hætt komið. Hefur þessi ræða verið rifjuð upp eftir að ljósmæður fóru fram á hærri laun, en brot úr ræðu Bjarna má sjá hér neðst í fréttinni. Þá hefur verið bent á að nægur peningur virðist vera til í ríkiskassanum til að hækka laun þingmanna, aðstoðarmanna og forstjóra um háar upphæðir en á sama tíma er ekki hægt að koma til móts við ljósmæður en tólf uppsagnir ljósmæðra tóku gildi á Landsspítalanum í vikunni. Samtals eru uppsagnirnar orðnar 30. Staðan er því grafalvarleg og margar verðandi foreldrar skelkaðir.

Líkt og kemur fram hér að ofan hefur verið bent á það á samskiptamiðlum að Bjarni Benediktsson hafi sagt frá átakanlegri en hjartnæmri sögu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Landsmenn hafa fylgt sér að baki ljósmæðrum og vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra beita sér af krafti til að leysa deiluna og tryggja öryggi barna sem von er á í heiminn. Á landsfundi 2013 sagði Bjarni frá því þegar konunni hans og ófæddu barni var komið til bjargar á Landspítalanum. Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan í fréttinni. Orðrétt sagði Bjarni um þessa erfiði lífsreynslu og þann vanda sem ógnaði heilbrigðiskerfinu þá og virðist lítið hafa lagast síðan þá.

„Við getum ekki boðið sjúklingum né starfsfólki uppá viðvarandi niðurskurð og óöryggi. Ekkert okkar vill horfa uppá hnignun á þessu sviði. Öll eigum við íslenska heilbrigðiskerfinu skuld að gjalda,“ sagði Bjarni og talaði síðan á persónulegum nótum. Ljóst er á myndskeiðinu að þetta hefur eðlilega haft mikil áhrif á hann.

„Ég vona að þið virðið það mér til betri vegar þegar ég segi frá eigin brjósti, ef dugandi fólks og lækna hefði ekki notið við á Landspítalanum hefði ég getað misst bæði konu og barn fyrir rúmu ári síðan.“

„Á slíkum örlagastundum verður forgangsröðunin skýr. Þá veit maður hvernig þeim líður sem hafa örugga heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að forgangsraða uppá nýtt til að geta tryggt öryggi og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Það er grundvallahagsmunamál okkar allra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“