fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

MYNDASYRPA Hjólreiðakeppni WOW AIR: Eiríkur Ingi á fljúgandi siglingu yfir Suðurlandið og Elín er komin lengst allra kvenna frá upphafi

Fókus
Fimmtudaginn 28. júní 2018 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppni í WOW cyclothon gengur vonum framar og veður hefur leikið við keppendur.

Veður skilyrði hafa í raun verið svo góð að í öllum flokkum er búist við að sigurvegarar komi í mark á frábærum tímum og búið er að flýta uppsetningu á endamarki á Krísuvíkurvegi.

Eiríkur Ingi er með töluvert forskot á aðra keppendur í einstaklingsflokki en hann var rétt ókominn á Vík þegar keppnisstjórn heyrði í liðinu hans klukkan 14:30 í dag.

Þau segja hann stefna á að koma í mark á milli eitt og tvö í nótt.

Ef sú áætlun stenst kemur Eiríkur í mark á undir 58 klukkustundum en það er 9 klukkustundum skemur en tíminn sem dugði Peter Coljin öruggan sigur í fyrra.

Elín er komin lengst allra kvenþáttakenda frá upphafi

Delcan Brassil og Halldór Snorrason og eru í öðru og þriðja sæti.

Declan er kominn fram hjá Jökulsárlóni en Halldór er um 50 kílómetrum aftar. Elín V. Magnúsdóttir er sú fjórða.

Hún er komin niður af Öxi og er komin lengst allra kvenþátttakenda frá upphafi.

Í B flokki karla er Sensa í fyrsta sæti en Team Skoda fylgir þeim fast á eftir. Þessi lið eru einnig komin niður Öxi og eru að hefja leið út úr Berufirði. Kolibiri Cycling og Decode XY fylgjast að í þriðja og fjórða sæti. Þau ættu að leggja af stað upp Öxi á hverri stundu.

Í B flokki kvenna leiðir XY Cycling en þær eru á Möðrudalsöræfum. Akureyrardætur eru í öðru sæti en kvennalið Íslandsbanka eru að sækja hratt á þær.

Í A flokki karla eru liðin Team Cannondale GÁP Elite, Airport Direct og Harðkjarna öll á svipuðum stað í fyrsta til þriðja sæti. Þau eru á Skriðdals- og Breiðdalsvegi að nálgast Öxi. Í A flokki kvenna keppir aðeins eitt lið.

Það er liðið Lókal Stelpur þær fóru nýlega yfir brúna yfir Jökulsá á Brú.

Smelltu til að stækka upp myndir af keppendum þar sem þau lögðu af stað í leiðangurinn í Hvalfirðinum í gær:

Myndir: Rut Sigurðardóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð