RewardExpert greindi gögn frá um 3,5 milljónum gesta sem gistu á 13.000 hótelum í 70 löndum og 83 borgum.
Niðurstaðan sýnir að Íslendingar eru alveg einstaklega fúlir og óánægðir.
Af 1294 umsögnum fá 11,13 prósent hótela eina eða tvær stjörnur frá Íslendingum sem þykir frekar önugt miðað við til dæmis Japani en af 110.468 umsögnum gefa aðeins 5,86 prósent eina eða tvær stjörnur.
Spánverjar eru reyndar fúlastir allra ferðamanna, í öðru sæti koma Írar og í þriðja sæti erum við Íslendingar sem látum greinilega ekki bjóða okkur hvað sem er.
Hvort HM hefur einhver áhrif er ekki vitað en Rússar eru efstir á listanum yfir ánæguðustu ferðamennina.
Um helmingur umsagna sem koma frá þeim blæða í fimm stjörnur meðan aðeins tæplega fimm prósent gefa eina eða tvær. Í öðru sæti eru Serbar, alveg yfir sig sáttir, og Líbanir eru í því þriðja.
Sjáðu listana hér að neðan og smelltu HÉR til að lesa meira um þessa úttekt.
1. Spánverjar
2. Írar
3. Íslendingar
4. Ítalir
5. Búlgarir
6. Zimbabwe búar
7. Danir
8. Tyrkir
9. Íranir
10. Litháar
1. Rússar
2. Serbar
3. Líbanir
4. Ástralir
5. Hvítrússar
6. Ísraelar
7. Georgíubúar
8. Jórdanir
9. Bandaríkjamenn
10. Kólumbíumenn