Móðir þeirra, Díana Spencer, vakti á sínum tíma sérstaka athygli fyrir að veita þeim frjálslegt uppeldi en slíkt hafði til þess tíma ekki tíðkast hjá kóngafólkinu.
Meðal annars fór hún með þá bræður á sólarstrendur, í skemmtigarða og jafnvel á McDonalds.
Þegar hún lést, í september árið 1997, urðu þeir bræður enn nánari eða eins og Harry orðaði það í viðtali:
„Maður tengist einstökum böndum í gegnum erfiðar upplifanir. Aðstæðurnar gerðu okkur nánari.“
Þó báðir séu nú gengnir í það heilaga eru þeir bræður enn nánast óaðskiljanlegir en Vilhjálmur var svaramaður bróður síns þegar hann gekk að eiga Meghan Markle í vor.
Í þessari myndasyrpu gefur að líta eftirminnileg andartök úr lífi þeirra bræðra, frá því þeir voru litlir strákar og til dagsins í dag. Þá er gaman að geta þess að Vilhjálmur átti afmæli síðasta fimmtudag, varð 36 ára gamall.
Smelltu til að stækka myndirnar: