Hún hafði þá fyrst Íslendinga stundað nám við Ballettskóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn sem var nokkuð merkilegt í ljósi þess að hún kom af reykvísku alþýðufólki.
Sif sýndi dans, bæði ballett og steppdans, öll stríðsárin og um tíma bjó hún í London þar sem hún upplifði loftárásir Þjóðverja á borgina.
Aðeins 17 ára hélt hún sýna fyrstu stóru sýningu í Reykjavík, ásamt enska dansaranum Teddy Harkel, og sýndu þau bæði listdans og stepp.
Á eftirstríðsárunum lagði Sif skóna á hilluna en kom þá að stofnun dansskóla og Listdansarafélags Íslands.