Eins og sjá má á þessum frábæru myndum voru þeir í banastuði á Twickenham leikvanginum í London í gærkvöldi en þeir túra nú undir nafninu „No Filter“ með gamlar og nýjar tónlistarafurðir.
Þrátt fyrir að hafa ýmsa fjöruna sopið (og ýmislegt annað en fjörur) eru þessir öflugu listamenn enn á fullri fart og því væntanlega óhætt að kalla þá ágætar fyrirmyndir. Eða hvað?
Svona voru þeir gítarleikarinn Keith Richards (74), söngvarinn Mick Jagger (74), trommarinn Charlie Watts (77) og bassaleikarinn Ronnie Wood (71) að minnsta í kosti á sviðinu í gærkvöldi þegar við héngum væntanlega flest fyrir framan sjónvarpið.
Geri aðrir betur!