fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Selma Björns er orðin athafnastjóri hjá Siðmennt: „Mér finnast trúarbrögð tímaskekkja í dag“

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 18. júní 2018 10:57

Selma

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Selma Björnsdóttir, leikstjóri, leikkona, söngvari og dansari er svo sannarlega ekki týpan sem situr auðum höndum.

Nú hefur hún bætt einu trompinu í viðbót á ferilskrá sína en Selma útskrifaðist á dögunum sem athafnastjóri frá Siðmennt.

Athafnaþjónusta Siðmenntar hófst formlega 29. maí 2008.

Allir athafnarstjórar félagsins hafa hlotið menntun og þjálfun og hafa staðist gæðakröfur félagsins áður en þeir geta hafið athafnarstjórnun á vegum þess.

Siðmennt fékk lögformlega skráningu sem lífsskoðunarfélag í byrjun maí 2013 og fengu fyrstu athafnarstjórar félagins vígsluréttindi í kjölfarið.

Blaðamaður DV Fókus hafði samband við Selmu og spurði hana aðeins út í þetta uppátæki sem virðist fara vel með öðru sem Selma hefur tekist á við hingað til, svo sem leik -og veislustjórn hverskonar.

Hvað kom til að þú ákvaðst að verða athafnarstjóri hjá Siðmennt?

„Ég ákvað það eftir samtal við annan athafnarstjóra, Bjarna Snæbjörns vin minn. Mér fannst þetta heillandi starf og svo er ég er sammála grunngildum Siðmennar og langaði að starfa á þeirra vegum.“

Skráðir þú þig úr Þjóðkirkjunni og ef svo, – af hverju?

„Ég skráði mig úr þjóðkirkjunni þegar ég var 21. árs. Fann mig ekki þar og vil aðskilnað ríkis og kirkju. Ég er ekki trúuð en ég hef mikið spáð og spegúlerað og komist að þeirri niðurstöðu. Mér finnast trúarbrögð tímaskekkja í dag. Ricky Gervais orðaði þetta skemmtilega: „There have been 3000 gods in the universe. None of them are real. Except yours. Yours is real.“

Eða svo maður snari þessu yfir á íslensku. „Það hafa verið fleiri en þrjúþúsund guðir í alheiminum. Engin þeirra er raunverulegur. Nema þinn. Þinn er raunverulegur.“ Ég tengi við þetta.“

Hvað kostar að fá athafnastjóra frá Siðmennt til að sjá um hverskonar athafnir?

“Það kostar eitthvað í kringum fimmtíu þúsund krónur. Það best að fara bara á heimasíðu Siðmenntar og kanna málin þar,“ segir Selma að lokum en framundan hjá henni í sumar er til dæmis ferðalag um Ítalíu, hjónavígsla, nafnagjafir og svo ætlar hún að sviðsetja Fiskidaginn mikla.

Alltaf nóg að gera hjá þessari kraftmiklu konu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“