fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Hönnun & Heimili: Svona litu íbúðir Sex and the City karakteranna út árið 2018

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 18. júní 2018 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað ef stelpurnar í Sex and the City þáttunum væru enn í fullu fjöri í New York? Væri fatastíllinn þeirra ekki búin að breytast eitthvað? Og hvað með heimili þeirra?

Í eftirfarandi myndasyrpu má sjá hvernig íbúðir þeirra Carrie, Samöntu, Charlotte og Miröndu myndu líta út nú árið 2018, tuttugu árum eftir að þessir sögulegu þættir fóru fyrst í loftið.

Miranda, Samantha, Charlotte og Carrie fögnuðu 20 ára afmæli þáttana saman á dögunum. Þær líta auðvitað allar alveg stórkostlega vel út.

Hönnuðir á vegum Modsy.com tóku sig til og stíliseruðu sömu íbúðina út frá karakter einkennum fjórmenninganna sem voru hver annari ólíkar þó allar væru þær bestu vinkonur.

Útkoman er mjög skemmtileg.

Carrie

Eins og sjá má á nýju íbúðinni hennar Carrie er haldið í litapallettuna sem hún hafði í fyrri íbúðinni, ljósir og gráir pastellitir í bland við einfalda og kvenlega tóna.

Húsgögnin eru nútímaleg og töluvert minimalískari en það sem við sáum í gömlu íbúðinni og auðvitað er hún með skrifborð í svefnherberginu, enda sérfróð um ástar -og kynlífsmál.

Og að lokum… hvernig væri íbúðin hennar Carrie Bradshaw ef ekki væri fyrir Carrie hálsmenið, ferðakaffibollann, tutu pilsin og Vogue blöðin?

Samantha

Villikötturinn Samantha Jones var alltaf stolt og sjálfsörugg dama sem elskaði kynlíf og þoldi ekki kjaftæði.

Hún var líka algjör glamúr-lemúr sem elskaði gull og glys um leið og hún passaði að sjálfssögðu alltaf að vera mátulega klassý.

Íbúðin hennar árið 2018 er einföld og minimalísk um leið og glamúrinn fær að njóta sín í botn.

Hún velur efni á borð við leður, skinn og flauel til að ná fram munúðarfullum áhrifum en allir sem til þekkja vita hversu hrifin hún Samantha er af kynlífi.

Taktu sérstaklega eftir litasamspilinu milli græna sófans og gyllta ljóssins sem kemur mjög fallega út.  Dökkmálaðir veggirnir njóta sín einnig vel á móti hvítum listum.

Charlotte

Charlotte var alltaf þessi pena og prúða vinkona. Íhaldssöm og augljóslega hrifin af rómantík og fortíð.

Taktu sérstaklega eftir gólfmottunum hjá Charlotte, gler skrifborðinu og fallega ljósinu sem hangir fyrir ofan rúmið hennar.

Miranda

Karakterinn hennar Miröndu er frekar svona stífur og jarðbundin og hún er ekkert að vinna með neitt óþarfa bruðl.

Hún vinnur með jarðliti og einfaldleika í sinni íbúð og velur húsgögn sem endast vel en eru látlaus og stílhrein.

Að sjálfsögðu velur þessi týpa sér plöntur sem hún þarf ekki að vökva neitt allt of oft enda hefur hún margt annað að gera en að sinna plöntum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“

Alexandra Helga opnar sig um krefjandi ófrjósemisbaráttu – „Þetta var svo stór partur af mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa

Davíð Goði byrjaði að fá bletti fyrir annað augað: „Ég hélt að ég myndi fá einhverja augndropa og labba út“ – Við tók mánaðardvöl á spítala og mikil óvissa