fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Andrea Jónsdóttir (69) hlaut Fálkaorðu í ár: „Ertu ekki að grínast?“

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 18. júní 2018 11:39

Orðuhafar. Frá vinstri: Aðalbjörg Jónsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Erna Magnúsdóttir, Nanna V. Rögnvaldardóttir, Hilmar Örn Hilmarsson, Árni Björnsson, Sigurður Steinar Ketilsson, Friðrik Skúlason, Steinar J. Lúðvíksson, Sævar Pétursson, Kristín G. Gunnlaugsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og hin ofurhressa Andrea S.Jónsdóttir. Á myndina vantar Eddu Björgvinsdóttur. Ljósmynd: Gunnar G. Vigfússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit ekki af hverju ég fékk þessa orðu, þetta er eiginlega bara mjög fyndið finnst mér,“ segir rokkarinn Andrea Jónsdóttir sem í gær var sæmd Fálkaorðu af forseta Íslands.

„Það stendur hér á blaðinu að ég hafi fengið hana fyrir framlag mitt til kynningar á íslenskri og erlendri dægurtónlist, svo minnir mig að forsetinn hafi sagt eitthvað um menningu en ég man það ekki alveg,“ segir Andrea og skellir upp úr.

Hún segist hafa orðið mjög hissa þegar Örnólfur Thorsson, orðuritari, hafði samband og lét vita af þessum óvænta heiðri:

„Ertu ekki að grínast,“ sagði ég.

Roggin með nýju orðuna sína

Fannst þetta snobb í gamla daga

Spurð að því hvort henni líði eitthvað öðruvísi eftir að hafa verið sæmd Fálkaorðu segir hún svo ekki vera:

„Ég held að mér líði bara alveg eins en þetta var óneitanlega mikill heiður og mjög hugguleg athöfn. Svo var líka mjög fínt fólk sem fékk hinar orðurnar. Árni Björnsson til dæmis, þjóðháttafræðingur. Hann kenndi mér íslensku í MR einhverntíma í kringum 1965. Að athöfninni lokinni kom hann til mín og sagði: „Þetta áttum við eftir að eiga saman.“ Mér finnst gaman hvernig þetta hefur allt breyst. Í eldgamladaga fannst manni Fálkaorðan einhverskonar snobb en það er greinilega liðin tíð,“ segir ríkisrokkarinn góði að lokum.

Andrea ásamt Guðna forseta, dóttur sinni Laufeyju, vinkonu og barnabörnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu