„Það stendur hér á blaðinu að ég hafi fengið hana fyrir framlag mitt til kynningar á íslenskri og erlendri dægurtónlist, svo minnir mig að forsetinn hafi sagt eitthvað um menningu en ég man það ekki alveg,“ segir Andrea og skellir upp úr.
Hún segist hafa orðið mjög hissa þegar Örnólfur Thorsson, orðuritari, hafði samband og lét vita af þessum óvænta heiðri:
„Ertu ekki að grínast,“ sagði ég.
Spurð að því hvort henni líði eitthvað öðruvísi eftir að hafa verið sæmd Fálkaorðu segir hún svo ekki vera:
„Ég held að mér líði bara alveg eins en þetta var óneitanlega mikill heiður og mjög hugguleg athöfn. Svo var líka mjög fínt fólk sem fékk hinar orðurnar. Árni Björnsson til dæmis, þjóðháttafræðingur. Hann kenndi mér íslensku í MR einhverntíma í kringum 1965. Að athöfninni lokinni kom hann til mín og sagði: „Þetta áttum við eftir að eiga saman.“ Mér finnst gaman hvernig þetta hefur allt breyst. Í eldgamladaga fannst manni Fálkaorðan einhverskonar snobb en það er greinilega liðin tíð,“ segir ríkisrokkarinn góði að lokum.