fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Plötusnúðarnir Sunna Ben og Katla velja Topp 10 uppáhalds lögin: Eru oftast í búrinu þegar þær eru í bænum

Guðni Einarsson
Föstudaginn 15. júní 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar geta ekki bara skemmt sér við að fylgjast með heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á næstu vikum. Fram undan er ein stærsta tónlistarhátíð landsins, Secret Solstice í Laugardalnum.

Hátíðin hefst fimmtudaginn 21. júní og stendur til sunnudagsins 24. júní.

Auk erlendra listamanna eins og Bonnie Tyler og þungarokkaranna í Slayer mun rjóminn af íslenskum tónlistarmönnum stíga á svið í Laugardalnum.
Í hópi áhorfenda verður líka rjóminn af íslenskum tónlistarunnendum.

Í þeim hópi eru plötusnúðarnir SunnaBen og Katla en Fókus fékk að yfirheyra þær um uppáhaldslögin þeirra, hvað þær ætla að sjá á hátíðinni, verstu giggin þeirra og ýmislegt fleira.

Dj SunnaBen

Hver er topp 10-listinn þinn?

  1. Cardi B – Bickenhead
  2. Childish Gambino – This is America
  3. Pusha T – If you know you know
  4. Cardi B – I like it
  5. Nicki Minaj – Chun Li
  6. Gísli Pálmi – Peningar
  7. Young Thug ft. Nicki Minaj – Anybody
  8. JóiPé, Króli & Aron Can – Sósa
  9. Alvia Islandia & Dadykewl – Klakarnir
  10. Cardi B & Migos – Drip

Uppáhaldstónlistarmaður/plötusnúður?

Cardi B

Uppáhaldsskemmtistaður, af hverju?

Mér finnst skemmtilegast að spila á Prikinu,Kiki og B5, ég myndi alltaf velja þá staði til þess að dansa á líka, en ég hef því miður minni tíma til þess að sýna mig á dansgólfum bæjarins en ég vildi, er oftast í búrinu ef ég er í bænum.

Hver er Dj-búnaðurinn þinn?

Macbook Pro og Traktor S4, stórkostlega skemmtileg græja!

Hvað er það sem veitir þér innblástur?

Skemmtileg tónlist, í öllu sem ég geri. Ég geri líka fátt án þess að hafa gott undirspil.

Hef daginn á því að kveikja á plötu heima meðan ég hef mig til, reiði mig á góða tónlist á æfingum, við vinnu og spila eitthvað sem hægt er að gaula með þegar ég elda og vaska upp á kvöldin, enda dansa ég oftar en ekki um heimilið.

Hvenær hófst áhuginn á því að „plötusnúðast“?

Ég hef alltaf verið tónlistarnörd mikið svo það var náttúruleg þróun að vilja spila tónlistina sem ég elska fyrir fólk frá unga aldri,held að áhuginn hafi kviknað þegar ég sá fyrst Dj-græjur heima hjá stóra bróður vinar míns, 13 ára.

Það tók smá mönun fyrir mig að byrja að spila af því að ég hélt að það væri svo flókið og það var hvergi hægt að læra það þá, en þetta kom með æfingunni og verður skemmtilegra með hverju árinu, ég er búin að vinna við þetta í sex ár núna og er hvergi nærri hætt.

Hvert er versta giggið þitt?

Hmm, það eru alveg nokkur sem erfitt er að gera upp á milli, margir eru dónalegir og það getur verið erfitt en oftast er þetta sjúklega gaman.

Hvaða listamenn ætlarðu að sjá á Secret Solstice?

Sem flesta! Ég hlakka til að sjá For a minor reflection, Reykjavíkurdætur, Suru, Dream wife, Gucci Mane, Gísla Pálma og auðvitað drolluna sjálfa, Bonnie Tyler.

DJ Katla

Dj Katla

Hvernig hljómar topp 10-listinn þinn?

  1. Grace Jones – Private Life ILOEDIT
  2. Teddy Pendergrass – Love TKO
  3. Fern Kinney – Love me tonight (KGB Pristine Edit)
  4. Womack & Womack – Teardrops
  5. Darondo – Didn’t I
  6. Sade – No Ordinary Love
  7. Harold Melvin & The Blue Notes – The Love I Lost
  8. Curtis Mayfield – Diamond in the Back
  9. Luther Vandross – Never Too Much
  10. Sly & The Family Stone – If You Want Me To Stay

Uppáhaldstónlistarmaður/plötusnúður?

Sonur minn, hann syngur frumsamin lög fyrir mig á hverjum degi. Þau eru æðisleg.

Uppáhaldsskemmtistaður, af hverju?

Kaffibarinn hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds.

Mér finnst mjög fínt að snúa baki í dansgólfið og geta bara fylgst með því í baksýnisspeglinum. Svo fæst líka besta engiferölið í bænum á KB.

Hver er Dj-búnaðurinn þinn?

Ég er búin að keyra á mjög nettu setti undanfarin ár, sem hefur hentað mér vel þar sem ég hef verið að ferðast mikið á milli landa með græjurnar. Það samanstendur af Traktor X1, Z1, Audio 10, delay pedal og MacBook Pro og það kemst auðveldlega fyrir í bakpokanum mínum.

Svo er ég með tvo SL-a og crest performance dj mixer sem ég nota aðallega heima eða í sérstök verkefni.

Hvað er það sem veitir þér innblástur?

Bara lífið, tilvistarkreppur, leitin að tilgangi og samkennd, hún er falleg.

Hvenær hófst áhuginn á því að „plötusnúðast“?

Fyrir mörgum árum þegar ég fór á fyrsta skólaballið mitt og plötusnúðurinn spilaði bara Prodigy.

Ég var 12 ára.

Einhvern daginn ætla ég líka að spila fjögur lög á „repeat“ heilt kvöld.

Hvert er versta giggið þitt?

Fyrir ekki svo löngu var ég spurð hvar hljóðmaðurinn minn væri þegar ég mætti til að tengja græjurnar mínar.

Það var landskunnur tónlistarmaður sem tók á móti mér og horfði vantrúaður á mig þegar ég sagðist kunna þetta sjálf.

Hann þurfti að rjúka áður en ég var búin að tengja, skildi mig eftir með einn lítinn hátalara (sem hann kallaði hljóðkerfið sitt) og spurði mig aftur áður en hann fór hvort það væri ekki örugglega hljóðmaður á leiðinni.

Kvöldið var síðan allt einhvernveginn eftir þessu og hljóðið auðvitað hræðilegt (má deila um hvort það hafi verið hljóðkerfinu eða hljóðmanninum að kenna).
Þetta endaði svo allt á því að litli hátalarinn sprakk í loft upp eftir að hafa barist hetjulega á dansgólfinu.

Ég hef aldrei verið jafnfljót að pakka saman.

Hvaða listamenn ætlarðu að sjá á Secret Solstice?

Bara alla sem ég get!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“
Fókus
Í gær

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“
Fókus
Í gær

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein

James Van Der Beek greindur með ristilkrabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kylie Jenner kviknakin – Fékk lof frá leikkonunni

Kylie Jenner kviknakin – Fékk lof frá leikkonunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Netflix-serían sem er sögð vera bara fyrir fólk með háa greindarvísitölu

Netflix-serían sem er sögð vera bara fyrir fólk með háa greindarvísitölu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorvaldur missti föður og tengdaföður með nokkurra mánaða millibili – „Ekki enn búinn að ná að fara í gegnum sorgina almennilega“

Þorvaldur missti föður og tengdaföður með nokkurra mánaða millibili – „Ekki enn búinn að ná að fara í gegnum sorgina almennilega“