Ekki nóg með það. Hún ætlar líka að vera með beina útsendingu á Facebook síðu sinni þar sem erlendir aðdáendur hennar fá tækifæri til að fylgjast beint með stemmningunni á litla landinu okkar:
„Svo kemur viðtal við mig á morgun í Bulgaria Today, stærsta fréttablaðinu í Búlgaríu, svo það verður gaman að tengja þetta saman,“ segir Ásdís sem ætlar annaðhvort að vera í Hjartagarðinum eða við Pedersen svítuna á morgun til að fylgjast með leiknum og stemmningunnni.
Ásdís er með rúmlega 14.000 fylgjendur á Facebook en þeir eru, líkt og keppendur á HM, frá öllum heimshornum.
Spurð að því hvernig hún reikni með að leikurinn fari svarar daman:
„3-1 fyrir Argentínu, en þetta verður flottur leikur.“