Saman ákveða þau að sigla frá Tahítí til San Diego og lenda í fellibyl á miðri leið sem feykir skútunni þeirra með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Við tekur þá áhrifarík atburðarás þar sem heldur betur reynir á þrautseigjuna og baráttuviljann úti á hinu opna Kyrrahafi.
Í þessu hlaðvarpi ræða blaðamennirnir, og bíónördin, Margrét H. Gústavsdóttir og Tómas Valgeirsson um kvikmyndina og skoða tengsl aðalpersónanna við hvort annað og ekki síður náttúruöflin sem umkringja þau.
Þá er stórt spurt: Sekkur nýjasta hamfarasaga Baltasars eða siglir hún í höfn?