Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, Adrift, var forsýnd í gær í Smárabíói að viðstöddu fjölmenni.
Adrift er sannsöguleg mynd um Tami Oldham og unnusta hennar, Richard Sharp, en saman ætluðu þau að sigla frá Tahiti til San Diego árið 1983. Á miðri leið lenda þau í fellibylnum Raymond og þegar óveðrið er gengið yfir sjást miklar skemmdir á bátnum og er unnustinn horfinn. Í aðalhlutverkum eru Shailene Woodley og Sam Claflin.
Adrift er frumsýnd þann 13. júní næstkomandi.
Lilja Pálmadóttir, Baltasar Kormákur, Sigurjón Gylfason, Georg Kristjánsson ásamt vinumBirgitta Haukdal og Benedikt EinarssonGoddur, (Guðmundur Oddur Magnússon) ræðir málin við Ólaf Ragnar GrímssonSvala Björgvinsdóttir og Elísabet OrmslevAuður Aradóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Birkir Kristinsson og Ragga GíslaElli Egilsson og María Birta BjarnadóttirEinar Hannesson og Jean Manuel JimenezDaði Einars sem stýrði VFX myndbrellum í Adrift og Everest og mörgum öðrum stórmyndum og Baltasar KormákurÓlafur Ragnar Grímsson og barnabarn hans, Urður Matthíasdóttir