Tónverkin eiga það sameiginlegt að hafa verið samin fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti af íslenskum tónskáldum sem tengjast Breiðholti með ýmsum hætti og flest verkanna hafa hlotið ýmsar tilnefningar og verðlaun.
Pétur Ben hlaut til dæmis Edduverðlaunin í ár fyrir tónlist sína við sjónvarpsþættina Fanga og Daníel Bjarnason hlaut Norrænu kvikmynda-tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmyndina Undir trénu.
Þá mun einnig hljóma tónlist Hildar Guðnadóttur og Jóhanns Jóhannssonar við Mary Magdalene, Ben Frost við Dark og Örvars Smárasonar og Gunnars Tynes (múm) við Svaninn.
Eftir sundsprettinn gæti svo verið tilvalið að gæða sér á veitingum á alþjóðlega matarmarkaðnum á sundlaugarbakkanum. Það er greinilega allskonar gott flipp í 109 líka.