fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Viðtalið við Evu Dís: Varð fyrst fyrir kynferðisofbeldi ellefu ára

Margrét Gústavsdóttir
Þriðjudaginn 29. maí 2018 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirfarandi er annar hluti af þremur af viðtali við Evu Dís Þórðardóttur, samskiptakennara og einstaklings og fjölskylduráðgjafa. Sá fyrsti birtist í gær, mánudaginn 28. maí 2018… smellið hér til að lesa hann.

Eva og kærastinn voru sundur og saman eins og það kallast þar til foreldrar hennar skildu. Hún hafði þá vanið komur sínar á heimili hans en hann hafði góða aðstöðu hjá foreldrum sínum:

„Ég flutti til hans til að þurfa ekki að vera heima. Valdi að vera hjá honum þrátt fyrir að þá hafi þegar verið talsvert ofbeldi hjá okkur, bæði andlegt og kynferðislegt á báða bóga. Ég varð fyrst fyrir kynferðisofbeldi í sveit þegar ég var 11 ára og því var búið að brjóta öll eðlileg mörk sem fólk annars hefur. Ég var rosalega markalaus í kynlífi og ástarmálum, eða öllu heldur þráhyggjumálum.“

Þegar Eva Dís flutti í bæinn til pabba síns tók ekki betra við.

„Mamma vildi flytja á Eyrarbakka því þar fékk hún stöðu og húsnæði. Hún vildi vera nær fólkinu sínu og við vorum svo langt í burtu frá öllum á Húsavík. Ég ákvað því að fara til Reykjavíkur og búa frekar hjá pabba.“

“Ég var búin að vera í svo miklu basli svo lengi við að ná endum saman og fannst það bara góð hugmynd að losna úr baslinu, láta sjá fyrir mér og það eina sem ég þyrfti að gera væri að leyfa einhverjum að rassskella mig og ríða mér.“

Hvernig var það?

„Þetta var hræðilegt í einu orði sagt. Ég endaði hjá Rauða krossinum eftir fimm mánuði. Var í algjöru taugaáfalli, aðeins 17 ára. Hann var alltaf drukkinn og var byrjaður að búa með konu sem var bara vond við mig. Hún var ekki til í að deila honum með neinum svo þetta endaði með því að ég þurfti að flytja út og leigja mér herbergi.“

Eva átti svo gott sem ekkert bakland í Reykjavík og var á ýmsan hátt upp á föður sinn og konu hans komin. Hún þurfti til dæmis að fá afnot af þvottavélinni þeirra og gekk þá yfir til þeirra frá herberginu þar sem hún leigði.

„Amma fór í meðferð fjórum eða fimm sinnum og mörg systkini pabba líka. Þetta þýddi rosalega lítið fyrir mér. Þetta þýddi bara að hann væri utan þjónustusvæðis í einhvern tíma.“

„Einn daginn kem ég til þeirra með þvott og konan byrjar að segja mér hvað ég sé hallærisleg. Hún sagði líka oft að ég þyrfti að gera eitthvað í pabba mínum, að hann væri á mína ábyrgð og það gengi ekki að hann drykki svona illa. Það skipti hana litlu að ég væri bara nítján ára. Ég hendi frá mér þvottinum og öskra á þau bæði. Spyr hvernig hann geti legið þarna hálf rænulaus á sófanum og leyft henni að tala svona við mig, –  ég sé barnið hans. Ég bendi henni á að allir séu hættir að heimsækja þau og systkinin mín líka því pabbi sé alltaf út úr heiminum,“ segir Eva og bætir við að þarna hafi mælirinn einfaldlega verið orðinn fullur.

„Ég var búin að rembast við að viðhalda einhverjum samskiptum en þarna ákvað ég að hætta því. Ég á ekki pabba lengur – öskraði ég og strunsaði út. Stuttu seinna hringir hún í mig alveg brjáluð. Segir að pabbi sé horfinn og það sé mér að kenna. Ég gargaði eitthvað á hana og skellti bara á.“

Er ekki manneskja sem er með innihaldslausar hótanir

Skömmu síðar bankar hann upp á hjá Evu. Berfættur í sandölum um miðjan vetur, á stuttermabol og allur blautur og blóðugur. Hún hleypir honum inn til sín en þá veltir hann sjónvarpinu hennar um koll og hún hendir honum út.

„Ég sagðist ætla að hringja á lögregluna ef hann færi ekki og ég man að ég var alveg tilbúin til þess. Ég hefði aldrei sagt þetta ef ég ætlaði mér ekki að standa við það. Ég er ekki manneskja sem er með innihaldslausar hótanir.“

Næsta dag fær Eva símtal frá föður sínum sem segist vera á leiðinni í meðferð. Hún tók lítið mark á því enda hálf ættin búin að fara inn og út úr meðferðum.

„Amma fór í meðferð fjórum eða fimm sinnum og mörg systkini pabba líka. Þetta þýddi rosalega lítið fyrir mér. Þetta þýddi bara að hann væri utan þjónustusvæðis í einhvern tíma.“

Hann átti að geta drukkið eins og fullorðinn maður

Þórður heitinn var edrú í sjö til átta ár eftir meðferðina og kom þannig Evu og mörgum öðrum mjög á óvart.

„Konan hans þoldi hins vegar ekki að hann skyldi vera edrú. Hann átti að geta drukkið í félagsskap annað slagið og þá eins og fullorðin manneskja, án þess að verða of fullur. Í matarboðum var hún oft að skjóta á hann. Sagði að hann ætti bara að sitja við barnaborðið fyrst hann væri í þessu kóksulli. Það mátti enginn vita hvar hann var ef hann sagðist ætla á AA-fundi og hann mátti aldrei segja að hann væri alkóhólisti. Auðvitað endaði þetta með því að hann fór að drekka aftur.“

Nánar um það á eftir því mig langar aðeins að heyra um það hvernig þú leiddist út í vændið. Það var töluvert áður en pabbi þinn dó er það ekki?

„Jú. Ég flutti til Danmerkur eftir stúdentinn. Ég hafði kynnst miklu eldri manni sem kynnti mig fyrir BDSM hér á Íslandi en þarna var ég atvinnulaus og nýlega búin verða fyrir grófri nauðgun á djamminu sem ég lokaði bara alveg á. Þessi maður kynnti mig líka fyrir stóru Alþjóðlegu BDSM-samfélagi á netinu. Eitt leiddi af öðru og í gegnum þessa BDSM-menningu kynntist ég manni í Danmörku og til hans flutti ég með það fyrir augum að gerast kynlífsþrællinn hans. Mér fannst þetta rosa freistandi tilboð á þessum tíma; að láta alveg hugsa um mig. Ég var búin að vera í svo miklu basli svo lengi við að ná endum saman og fannst það bara góð hugmynd að losna úr baslinu, láta sjá fyrir mér og það eina sem ég þyrfti að gera væri að leyfa einhverjum að rassskella mig og ríða mér,“ segir Eva kaldhæðin.

Fyrsti viðskiptavinurinn var í lagi

Þessi mynd var notuð sem kynningarmynd af Evu á þessu tímabili.

„Svo stóð hann auðvitað ekkert undir væntingum og nokkrum mánuðum seinna var ég búin að finna mér afleysingavinnu og flutt í litla risíbúð í Gentofte. Ég átti erfitt með að vera ein og var því fljót að finna mér nýjan kærasta. Sá kynnti mig fyrir vændisheiminum. Ég átti auðvitað bara að vera símadama en svo komu upp vandamál í sambandinu og við hættum saman. Þá kom upp hugmyndin að prófa þetta. Stelpurnar láta þetta líta út eins og þetta sé ekkert mál. Eðlilega segir maður sjálfum sér það líka þegar maður byrjar á þessu – einhvern veginn þarf maður jú að lifa með því sem maður er að gera. Þó þetta hafi í raun verið rosalega stórt skref þá leið mér eins og það væri lítið. Svo var fyrsti viðskiptavinurinn í lagi. Það gerði það auðveldara að gera þetta aftur.“

Fórstu neðar og neðar í þessu?

„Já, með tímanum. Ég vann líka á nokkrum mismunandi stöðum. Þegar við fyrrverandi, sem heitir Jim, hættum fyrst saman þá langaði mig ekki að vinna í þessu húsi sem var tengt honum og fór að leita að vinnu annars staðar. Um þetta leyti var verið að enduropna vændishús sem hafði neikvætt orð á sér og þar fékk ég vinnu. Staðurinn er á Nørrebro og hafði sem sagt verið lokaður um tíma vegna þess að hann tengdist morðmáli. Þetta var alveg vægast sagt fríkí staður.“

Eðli málsins samkvæmt er starf vændiskonu langt frá því að vera auðvelt og hætturnar eru margar. Viðskiptavinirnir eru fæstir vel innréttaðir og oft komu upp atvik sem fæsta langar að upplifa. Eva á nokkrar svona sögur.

„Ég er upptekin með kúnna í þessu húsi á Nørrebro þegar ég heyri allt í einu öskrin í samstarfskonu minni. Ég hleyp fram og þar stendur símadaman frosin á ganginum með kylfu en þorir ekki að gera neitt. Ég ræðst inn í herbergið og þá var málið að hann vildi ekki nota smokk og þau byrjuð að slást. Ég greip hafnaboltakylfuna og sló hann í síðuna þar til ég náði honum út og gat skellt hurðinni.“

Skömmu síðar hefur Jim samband. Hann frétti gegnum sínar leiðir að það ætti að taka Evu úr umferð með óvægnum hætti.

„Svo mætir hann einn síns liðs í klúbbhúsið hjá þessu gengi til að láta þá vita að ég væri friðuð eins og það kallast. Þeir taka hann alvarlega og upp úr því fer ég að vinna á stað þar sem eigandinn er Serbi. Serbarnir eru þekktir fyrir að vera geðveikir og þar fæ ég að vera í friði þó að eigandinn, sem var, eða er kona, væri ekki með tengsl inn í neina mafíu þá var hún samt vernduð.“

Smelltu HÉR til að lesa framhaldið…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Hryllileg hrekkjavaka

Vikan á Instagram – Hryllileg hrekkjavaka
Fókus
Í gær

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“

„Ég hef séð ótrúlegan árangur af þessum meðferðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er erfiðasti aldurinn til að vera á að mati Tom Hanks

Þetta er erfiðasti aldurinn til að vera á að mati Tom Hanks
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvaða frægu fermingardrengir eru þetta?

Hvaða frægu fermingardrengir eru þetta?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“

Gunnar var hársbreidd frá því að drepa fimm manns á föstudaginn – „Sjálfur í sjokki og fullur iðrunar“