fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Þekktasti spilarýnir heimsins kemur á ráðstefnu í Laugardalshöll

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 29. maí 2018 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tom Vasel, frá Youtube stöðinni The Dice Tower, kemur til Íslands ásamt félaga sínum og rýninum Zee Garcia á ráðstefnuna Midgard sem haldin verður í Laugardalshöll 15. til 16. september. En á hátíðinni koma saman allir áhugamenn um borðspil, myndasögur og vísindaskáldskap.

Áður hafði verið skipulagt að Garcia kæmi ásamt Sam Healey en hann komst ekki vegna persónulegra ástæðna. Vasel, Garcia og Healey eru þekktastir fyrir Topp 10 listana sína sem þeir gera saman og dýnamíkin milli þeirra þykir einstök. Þeir ferðast um allan heim og taka þátt í ráðstefnum og stundum taka þeir upp topplista á vettvangi. Forvitnilegt verður að vita hvort þeir taki upp á því í Laugardalshöllinni.

Meðal annarra gesta sem mæta á ráðstefnuna má nefna Jeremy Bulloch sem lék Boba Fett í Star Wars myndinni The Empire Strikes Back og raddleikarinn Nick Jameson, sem meðal annars hefur talað inn á Sam og Max tölvuleikina.

Vasel er guðfræðingur og fyrrum stærðfræðikennari sem býr og starfar í Homestead í Flórída fylki. Árlega heldur hann eigin borðspilaráðstefnu í Orlando, gefur út spil og veitir verðlaun. Vasel stofnaði The Dice Tower sem bloggsíðu og hlaðvarp árið 2005 og um tíma var hann starfandi í Suður Kóreu. Fyrirtækið óx umtalsvert ár frá ári, sérstaklega eftir að hann hóf útsendingar á Youtube og nú er síðan sú stærsta og virtasta í heimi.

Vasel tilkynnti að hann kæmi til landsins í Spurt og svarað myndbandi sem sent var út í gær, sunnudag. Væntanlega mun hann ávarpa gesti og grípa í nokkur spil við ráðstefnugesti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“