„Það er þetta með kaffibollan sem ég er ekki sátt við, maður fór og fer oft á kaffihús hér áður fyrr bað maður bara um kaffi latte eð kapo tino og fékk bara góðan bolla en í dag þegar þú ferð á kaffihús er spurt hvort viltu stóran eða lítinn bolla og er verðlagið er eftir því. Ég er ekki að segja að þetta sé svona allstaðar en allavega í kringum ferðamanninn. Og svo er það verlagið á meðlætinu ein lítil tertusneið á 1100-1300 hundruð krónur mætti maður ekki bara koma með sér nesti? Svona er allt í verðlagningu í kringum ferðamanninn og bitar á okkur hinum. Allavega ætla ég ekki að styðja þetta, og þetta er alveg eins út á landi og því ekki furða ég mig ekki á minnkandi fjölda ferðamanna því Ísland er okurland og ég hef veitingamann segja við getum þetta. Vonandi vitkumst við áður en það verur of seint.“
Takk fyrir þitt innlegg Ingibjörg! Við erum sammála. Tökum bara nesti með næst.
Lesendabréf má senda á frett (hja) dv punktur is og merkja Fókus